Skóladagar

Í vikunni hófu 63 nemendur skólagöngu í 1. bekk í Langholtsskóla  ásamt tæplega 500 eldri skólasystkinum. Í lok vikunnar var sólin farin að fela sig bak við skýin til að leyfa þeim að sjá leiki mannanna. Krakkarnir í Langholtsskóla duglegir að leika sér, hoppa og hlaupa í frímínútunum.  1. bekkur fór í samsöng í morgun með Björgvini og Sæmundi. Allir krakkarnir sungu af hjartans lyst um það hvað fullorðna fólkið er skrýtið og síðan sungu allir undurfallega lagið "Ég heyri svo vel..." Í næstu viku byrjar 1. bekkur í samveru með 2.-4. bekk.

Skólasetning

Skólinn verður settur mánudaginn 23.ágúst. Nemendur mæti til skólasetningar í salnum sem hér segir.
8.,9. og 10. bekkur kl:9:00
5.,6. og 7. bekkur kl:10:00
2.,3. og 4. bekkur kl:11:00
Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum 23. og 24. ágúst. Kennsla hefst í 2.-10. bekk skv. stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst.
Innkaupalistar eru komnir inn á síðuna - sjá frétt innkaupalistar.

Vorverkefni 2011

hedder_vorverkefni_2011

Smellið á myndina til að fara inn á heimasíðu vorverkefna 2011

Útikennsla

Eins og eflaust margir vita er útikennsla áberandi í Langholtsskóla. Smá saman er að bætast við kennslugögn og ýmiskonar áhöld sem styrkja útikennsluna. Í vikunni barst skólanum frábær gjöf en það er standur sem hægt er að hengja nýja ketill okkar í. Það var Magnús Ingi sem er faðir Ísaks í 3.HÓ sem smíðaði standinn og gaf skólanum. Jóhanna notaði góða veðrið í dag og fór út með 1.bekk til að prófa standinn, sem virkaði vel.
Kunnum við Magnúsi bestu þakkir fyrir.
Obba og Jóhanna Dagbjört

Fleiri greinar...