Eldstæðið

Á starfsdegi í upphafi vikunnar fóru nokkrir kennarar út á skólalóð til þess að vinna að eldstæðinu í útikennslustofunni. Þótt að eldstæðið sé ekki fullklárað þá gekk vinnan það vel að hægt var að bjóða nemendum upp á heitt kakó og snúbrauð á þemadögunum. sjá meðfylgjandi myndir.
Obba

Þemadagar

Dagana 17.-19. nóvember verður unnið þemaverkefnið Reykjavík - borgin mín hér í Langholtsskóla.
Á þriðjudag og miðvikudag vinna nemendur í skólanum skv. stundaskrá. Fimmtudaginn 19. nóvember mæta nemendur í 2. -10. bekk klukkan 9.00 en 1. bekkjarnemendur klukkan 8:10. Þann dag lýkur skóla hjá öllum nemendum klukkan 12.40.
Þemað fór vel af stað og gleði og jákvæðni ríkir í skólanum.

Aðkoma skólans

Með nýrri skólalóð hefur aðkoma að skólanum batnað til mikilla muna. Enn á eftir að leggja lokahönd á örfá atriði, m.a. merkja akstursleiðir og setja upp skilti á bílastæði. Því sendi ég hér kort með í viðhengi sem sýnir hvernig best er að haga akstri um leið og við höfum öryggi barnanna í fyrirrúmi. Okkur sýnist hringakstur (komið inn að neðanverðu) heppilegastur - þar sem þá þarf aldrei að bakka og því minni hætta á slysum.

Eftir sem áður hvet ég nemendur, foreldra - forráðamenn til að ganga í skólann - það er hagkvæmasti kosturinn, veldur minni mengun og hættuminnst þegar við tökum okkur öll saman.

Sjá meðfylgjandi viðhengi.
Bestu kveðjur
Hreiðar skólastjóri

Húmor í uppeldinu - húmor í lífinu

Fátt er betra en góður hlátur og gleði. Foreldrafélagið hefurfengið til liðs við sig sérfræðing á sviði húmors og hláturs.Sjálfa hlátur og húmor drottninguna Eddu Björgvinsdóttur. Hún mun fræðaforráðamenn barna í Langholtsskóla umgildi húmors í uppeldi sem og í lífinu öllu 11. nóvemeber kl:20:00 í sal Langholtsskóla. Sjá meira.

Norræni loftlagsdagurinn

Norræni loftslagsdagurinn verður haldinn hátíðlegur 11. nóvember, en hann er hluti af undirbúningi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP15), sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember.  Af þessu tilefni mun Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsækja Langholtsskóla í Reykjavík  og opna loftslagsdaginn hérlendis formlega með ávarpi í hátíðarsal skólans.
Lesa >>

Fleiri greinar...