Norræna skólahlaupið

 

Allir hlupu í dag. Hér eru myndir af þeim sem hlupu 10 kílómetra og sumir þeirra hlupu 12,5 km.  Fleiri myndir úr hlaupinu hér.

DSC 0412 2 File 000 2

Hjóladagur, skólapeysur og bekkjarfulltrúar

hjoladagur 14 sept auglysing

 

Úti í rigningunni

IMG 3027 Small

Allir nemendur og kennarar yngsta stigs fóru út í rigninguna í dag. Í tengslum við Göngum í skólann verkefnið gengu allir í klukkutíma og svo var endað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með grilli. Allir blotnuðu, mismikið þó og þetta var góð útivera. 

Hjóla- og gönguferð unglingadeildar

IMG 0035 Small

Unglngadeildin hreyfði sig í dag á haustjafndægri. Stór hópur gekk í Elliðaárdalinn og naut haustlitanna en nokkuð minni hópur skellti hjálmum á kollana og hjólaði niður Fossvogsdalinn, meðfram Öskjuhlíð, gegnum miðbæinn og meðfram Sæbraut til baka. Áð var við Hörpu áður en stefnan var tekin á Kirkjusand og inn í Laugardalinn. Útivistin var í tilefni af Göngum í skólann átakinu en eitt af markmiðum þess er einmitt að auka hreyfingu. 

Fyrsta lotan búin hjá 3. bekk

Textíl2

Nú hafa nemendur í 3. bekk lokið við fyrstu lotuna í listasmiðjum. Nemendur sem voru í fyrstu smiðjunni sinni í textíl fóru glaðir heim með pokana sína á bakinu að tíma loknum.

Fleiri greinar...