7. bekkir Langholtsskóla hljóta verðlaun

Myndaniðurstaða fyrir tóbakslaus bekkur

Á hverju ári senda 7. bekkingar inn lokaverkefni í samkeppnina Tóbakslaus bekkur. Í ár tóku 240 bekkir víðsvegar um landið þátt. Langholtsskóli gerði sér lítið fyrir og unnu allir bekkirnir til verðlauna. 

Úrslitin má sjá hér. 

Stuttmyndirnar má sjá hér að neðan:

7.GJJ

7.IS 7.IS 

7.HS 

Til hamingju! 

Víkingaleikar

18579120 637070966496829 819274135 n1

Árlegir víkingaleikar unglingadeildar voru haldnir á skólalóðinni í gær. Vindur og kuldi settu strik í reikninginn en höfðu hvorki áhrif á ánægju né keppnisandann. Það var sérstaklega gaman að sjá samheldni og hvatningu meðal bekkjarfélaga enda eru leikarnir heimsmeistaramót milli bekkja unglingadeildar. Víkingaleikunum lauk með hefðbundnum fótboltaleik milli kennara og nemenda 10. bekkja. Þeim leik lauk mjög heppilega og gengu sumir mjög glaðir af velli.

Tóvinna í textílmennt

18449989_10209579837996874_1506246873_n.jpg

Í Apríl fengu nemendur í 6. bekk nasasjón af tóvinnu. Þau kembdu, lyppuðu og spunnu ull. Sjá myndir í myndasafni. 

Ævar vísindamaður

IMG_0497.JPG

Ævar vísindamaður kom í heimsókn á miðstig í morgun og las upp úr bók sinni Gestir utan úr geimnum. Hún féll vel í kramið hjá nemendum og þeir eru eflaust spenntir að lesa hana, en bókin kemur út í næstu viku. Myndir frá upplestrinum eru í myndasafni. 

Skóladagatal 2017-2018

Skóladagatal fyrir næsta skólaár er komið út. Það má finna hér eða ofarlega á forsíðunni.  

Fleiri greinar...