Vetrarleyfi – Winter vacation – Ferie zimowe 19.10 - 23.10.

Auglýsing um dagskrá í vetrarfríi

-Vetrarfrí verður í öllum grunnskólum borgarinnar 19. - 23. október. Njótið tímans saman!

-We will have a winter vacation in all the elementary schools in Reykjavik on 19. - 23. October. Enjoy the vacation! 

Ýmislegt verður í boði fyrir börn og fjölskyldur hjá frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum í vetrarfríinu 19. – 23. október. Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar:DAGSKRÁ Í VETRARFRÍI.  

Úlfljótsvatn

Mynd.jpg

Dagana 25.-27. september dvöldu nemendur í skólabúðunum við Úlfljótsvatn. Þar var ýmislegt brallað, m.a. siglt á vatninu, klifur, fjallganga, bogfimi, samvinnuleikir og margt fleira. Myndir má sjá í myndasafni. 

Foreldraþorpið - Fundur

Bendum á fund á vegum samráðsvettvangs foreldra í Laugardal – Háaleiti og Bústöðum undir nafninu:  Kveðjum kvíðann. Hvað getum við, sem samfélag, gert? Hverju þurfum við að breyta?  Miðvikudaginn 11. október kl. 19.30 í Laugardalshöll. Allir velkomnir. 

Bestu kveðjur
Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri

Fréttir úr 1. bekk

Tré.jpg

Langholtsskóli tekur þátt í átakinu Göngum í skólann sem á að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Átakinu lýkur 4. október á alþjóðadegi Göngum í skólann.

Við í fyrsta bekk rannsökuðum hvaða ferðamáta börnin nota. Gefið var grænt laufblað fyrir að koma gangandi, gult fyrir að koma á hjóli og rautt fyrir að koma akandi.

Niðurstöðurnar settum við fram í þessu fallega tré/skólamerkinu okkar.

Vinaliðar á námskeiði

21907975_10155650844793187_982353847_o.jpg

Í gær fóru vinaliðar á leikjanámskeið í TBR. Námskeiðið var skemmtilegt og nemendur voru til fyrirmyndar. Vinaliðarnir eru spenntir að nota það sem þeir lærðu og við hvetjum alla nemendur á yngsta- og miðstigi til þess að taka þátt í leikjum í frímínútum. Myndir frá námskeiðinu eru í myndasafni.

Fleiri greinar...