Safnahúsið

27781641_10156078277181726_368397332_n.jpg

Sjötti bekkur fór í Safnahúsið í vikunni og fræddist um gömul handrit og hvernig þau voru unnin. Nemendur fengu svo að skrifa með fjöður á kálfaskinn. Allir voru áhugasamir og stóðu sig mjög vel. Myndir í myndasafni. 

Öskudagur - 14. febrúar

Öskudagur

Öskudagur er einn af dögunum sem telst til sveigjanlegra skóladaga og er styttri en hefðbundinn skóladagur.

1. - 4. bekkur er í skólanum kl. 10:00 - 12:00.  
Nemendur sem eru skráðir í Glaðheima fara þangað í fylgd með starfsfólki skólans að lokinni skemmtun og þeir sem fara í Dalheima ganga þangað sjálfir. Skólinn er opinn frá kl. 8.00 fyrir þau börn sem þurfa að mæta snemma vegna vinnu foreldra eða af öðrum ástæðum.

5. - 7. bekkur kl. 8:10 - 10:10.

8. - 10. bekkur kl. 9:00 - 11:00

100 daga hátíð

27591231_1557506434356996_1129742788_n.jpg

Í dag var ekki bara dagur stærðfræðinnar, heldur líka 100-asti dagurinn í Langholtsskóla hjá nemendum í fyrsta bekk. Af því tilefni unnu nemendur ýmis verkefni tengd tölunni 100 í 100 sekúndur. Verkefnin voru af ýmsum toga, til dæmis hoppa í 100 sekúndur, skrifa 100 falleg orð eða telja 100 baunir. Svo útbjuggu allir gleraugu úr tölunni 100 og að lokum fengu allir viðurkenningarskjal um að vera orðinn 100 dögum klárari. Eins og sjá má á myndunum var mikið fjör.  

Laugardalsleikarnir

IMG_0323.JPG

Miðvikudaginn 7. febrúar verða hinir árlegu Laugardalsleikar haldnir í Laugardalshöllinni. Þar koma saman nemendur elstu bekkjanna í Laugalækjarskóla, Langholtsskóla og Vogaskóla og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum. Allir nemendur unglingadeildar taka þátt í Laugardalsleikunum, keppnisgreinarnar eru fjölbreyttar og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Skólarnir safna stigum með bæði árangri og þátttöku og sá skóli sem hlýtur flest stig vinnur keppnina. Mikilvægt er að nemendur séu klæddir samkvæmt veðri og geti gengið niður í Laugardalshöll og til baka.
Nemendur unglingadeildar Langholtsskóla mæta í skólann kl. 8:10 að vanda. Fyrstu tvær kennslustundirnar er kennt samkvæmt stundatöflu en eftir kaffitíma/hafragraut þá ganga nemendur með umsjónarkennurum í Laugardalshöll. Keppnin stendur fram undir kl. 12.30.  Þeir sem eru skráðir  í hádegismat fá  samloku og djúsfernu í anddyri Laugardalshallar.  Sund og val verður kennt eftir hádegið skv. stundaskrá .
Um kvöldið verður Laugardalsleikaball fyrir unglingana í Langholtsskóla. Ballið stendur frá kl. 19:30 til 22:00 og er aðgangseyrir kr. 500. Húsið verður opnað kl. 19.30. Ballið er haldið í samstarfi félagsmiðstöðvanna í hverfinu og skólanna þriggja.

Kennarar á BETT

Bett

Um síðustu helgi fóru nokkrir kennarar úr skólanum á Bett skólasýninguna í London. Þar eru nýjungar í skólastarfi kynntar, haldnir eru fróðlegir fyrirlestrar og kennsluefni og vörur sýndar í glæsilegum sýningarbásum. Þeir fóru einnig í heimsókn í Thomas Clapham Day School í London. Þar er lögð áhersla á listgreinar, bæði í sitt hvoru lagi og samtvinnað við aðrar námsgreinar. Fyrir áhugasama má sjá heimasíður Bett og skólans hér að neðan: 

BETT

Thomas Clapham Day School: http://www.thomas-s.co.uk/Battersea-Home 

Fleiri greinar...