Íþróttadagur miðstigs

33747743_10156362332871726_3551405184573767680_n.jpg

Íþróttdagur miðstigs var haldinn fyrr í dag. Þrátt fyrir rok gekk allt vel og tóku nemendur þátt í hinum ýmsu íþróttum. Þar má m.a. nefna sund, fótbolta, bandý og margt fleira. Nokkrar myndir frá deginum má finna í myndasafni. 

1. bekkur í fuglaskoðun

IMG 1532

Fyrsti bekkur fór í fuglaskoðunarferð um Laugardalinn í vikunni. Nemendur voru áhugasamir um hinar ýmsu fuglategundir og þekktu þau þó nokkra fugla, en undanfarið hefur verið fuglaþema á yngsta stigi. Myndir má sjá í myndasafni. 

Þakkardagur vinaliða

33386611_10156305052643187_2060055435456544768_n.jpg

Þakkardagur vinaliða var haldinn síðastliðinni þriðjudag. Vinaliðar byrjuðu daginn í fimleikasal Ármanns þar sem þau léku sér frjálst, fóru svo út í bubblubolta. Því næst var haldið í sund í Laugardalslaug og deginum lauk með pitsuveislu í Langholtsskóla. Allir skemmtu sér konunglega þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki leikið við okkur. Flottir krakkar hér á ferð. Myndir í myndasafni.

Skóladagatal 2018-2019

Skóladagatal fyrir næsta skólaár má sjá með því að ýta hér og einnig er tengill neðst á síðunni.  

Víkingaleikar

32681735 10156181306966855 6771828038855294976 n           32665334_10156181306776855_4122284635465973760_n.jpg

Árlegir víkingaleikar unglingadeildar voru haldnir á skólalóðinni í morgun. Nemendur létu veðrið ekki á sig fá og keppnisandinn var mikill. Leikunum lauk með fótboltaleik milli kennara og nemenda 10. bekkja. Þeim lauk þannig að nemendur sigruðu kennarana 7-4 og óskum við þeim innilega til hamingju. Myndir í myndasafni. 

Fleiri greinar...