Skólaslit 7. júní

Sumar

Skólastjóri ávarpar nemendur (2. - 9. b) í salnum sem fara síðan í stofu með umsjónarkennurum.

- kl. 09.00 8. - 9. bekkur 
- kl. 09.30 5. - 7. bekkur 
- kl. 10:00 3.- 4. bekkur  
- kl. 10:30 2. bekkur  
- Opið hús hjá 1. bekk milli kl. 8 og 9.

10. bekkur: Útskrift klukkan 16:30 þann 6. júní. 

GLEÐILEGT SUMAR! 

Útikennsludagurinn

34201955_10155543262307653_1508041654181822464_n.jpg

Í morgun var stóri útikennsludagurinn í Langholtsskóla. Nemendur tóku þátt í ýmsum leikjum og verkefnum þar sem 1. - 10. bekkingar sameinuðust í hópum. Veðrið hélst þurrt og voru allir ánægðir með morguninn. Í hádeginu gæddu allir sér á hamborgara og eftir hádegi var haldið í hefðbundna kennslu. Myndir frá deginum má sjá hér. 

Stóri útikennsludagurinn á morgun, föstudaginn 1. júní

Á morgun, föstudaginn 1. júní  mæta nemendur 1.-10. bekkja  í skólann kl. 9.50 til umsjónarkennara. Við skiptum í hópa sem eru aldursblandaðir og förum með alla nemendur út á skólalóð eða í Laugardalinn.  Ýmis verkefni og leikir verða á stöðvum til kl. 12.  Þá verður hádegismatur úti og svo verður kennt samkvæmt stundaskrá frá kl. 12.30.
Þetta er skertur skóladagur samkvæmt skóladagatali. Skólinn verður opinn frá kl. 7.45 eins og vant er fyrir þá nemendur sem koma snemma.

Íþróttadagur miðstigs

33747743_10156362332871726_3551405184573767680_n.jpg

Íþróttdagur miðstigs var haldinn fyrr í dag. Þrátt fyrir rok gekk allt vel og tóku nemendur þátt í hinum ýmsu íþróttum. Þar má m.a. nefna sund, fótbolta, bandý og margt fleira. Nokkrar myndir frá deginum má finna í myndasafni. 

1. bekkur í fuglaskoðun

IMG 1532

Fyrsti bekkur fór í fuglaskoðunarferð um Laugardalinn í vikunni. Nemendur voru áhugasamir um hinar ýmsu fuglategundir og þekktu þau þó nokkra fugla, en undanfarið hefur verið fuglaþema á yngsta stigi. Myndir má sjá í myndasafni. 

Fleiri greinar...