Laugardalsleikarnir

20180207_112658.jpg

Í síðustu viku voru hinir árlegu Laugardalsleikar haldnir með pomp  og prakt. Á leikunum keppa unglingadeildir Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Vogaskóla í hinum ýmsu íþróttagreinum. Keppnin hefst á fótboltakeppni milli 10.bekkinga og síðan geta allir nemendur tekið þátt í hinum fjölbreyttustu greinum og safnað stigum fyrir sinn skóla. Undir lokin keppa 9. bekkingar í boðhlaupi og 8. bekkingar í reiptogi. Um kvöldið var haldið sameiginlegt ball í Langholtsskóla sem starfsmenn félagsmiðstöðvanna í hverfinu skipulögðu. Á ballinu var tilkynnt um sigurvegara leikanna sem að þessu sinni voru nemendur Laugalækjarskóla í fyrsta sæti, Vogaskóli í öðru sæti og við í Langholtsskóla í þriðja sæti. Eftir stóð þó skemmtilegur og vel heppnaður dagur.

Vetrarleyfi – Winter vacation – Ferie zimowe

Vetrarfrí verður í Langholtsskóla 15. og 16. febrúar. Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. febrúar. Njótið tímans saman!

We will have a winter vacation in Langholtsskóli 15. - 16. of February. School starts again on monday. Enjoy the vacation! 

Ýmislegt verður í boði fyrir börn og fjölskyldur hjá frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum í vetrarfríinu. Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar: http://reykjavik.is/frettir/vetrarfri-i-grunnskolunum-15-19-februar 

Þorrinn í 1. bekk

27783042_1563661040408202_383981176_n.jpg

Fyrsti bekkur hefur verið að læra um hvernig fólk þraukaði þorrann hér áður fyrr. Eitt var verkefnunum er að útbúa þorrabakka sem nemendur koma með heim eftir helgi. Á myndum í myndasafni sjást nemendur á kafi í þeirri vinnu. 

Safnahúsið

27781641_10156078277181726_368397332_n.jpg

Sjötti bekkur fór í Safnahúsið í vikunni og fræddist um gömul handrit og hvernig þau voru unnin. Nemendur fengu svo að skrifa með fjöður á kálfaskinn. Allir voru áhugasamir og stóðu sig mjög vel. Myndir í myndasafni. 

Öskudagur - 14. febrúar

Öskudagur

Öskudagur er einn af dögunum sem telst til sveigjanlegra skóladaga og er styttri en hefðbundinn skóladagur.

1. - 4. bekkur er í skólanum kl. 10:00 - 12:00.  
Nemendur sem eru skráðir í Glaðheima fara þangað í fylgd með starfsfólki skólans að lokinni skemmtun og þeir sem fara í Dalheima ganga þangað sjálfir. Skólinn er opinn frá kl. 8.00 fyrir þau börn sem þurfa að mæta snemma vegna vinnu foreldra eða af öðrum ástæðum.

5. - 7. bekkur kl. 8:10 - 10:10.

8. - 10. bekkur kl. 9:00 - 11:00

Fleiri greinar...