Yngsta stig - útidagur

Í dag var útidagur hjá yngsta stigi. Veðrið lék við nemendur og starfsfólk og allir skemmtu sér vel. Sjá myndir í myndasafni. 

 

10. bekkur - Vorferð

DSC_0014.JPG

Á dögunum fóru nemendur 10. bekkja í vorferð um Suðurlandið. Kátt var á hjalla og nemendur og kennarar höfðu ákaflega gaman af. Ferðin var góð og heimsóknir í Adrenalíngarðinn og ferð niður Hvítá komu blóðinu á góða hreyfingu. Myndir í myndasafni. 

Heimsókn frá leikskólum

IMG_0605.JPG

Í dag komu elstu börn leikskólanna í hverfinu í heimsókn og tóku þátt í leikjadegi með 1. bekk. Allir skemmtu sér vel í sólinni. Myndir frá deginum má sjá í myndasafni. 

7. bekkir Langholtsskóla hljóta verðlaun

Myndaniðurstaða fyrir tóbakslaus bekkur

Á hverju ári senda 7. bekkingar inn lokaverkefni í samkeppnina Tóbakslaus bekkur. Í ár tóku 240 bekkir víðsvegar um landið þátt. Langholtsskóli gerði sér lítið fyrir og unnu allir bekkirnir til verðlauna. 

Úrslitin má sjá hér. 

Stuttmyndirnar má sjá hér að neðan:

7.GJJ

7.IS 7.IS 

7.HS 

Til hamingju! 

Víkingaleikar

18579120 637070966496829 819274135 n1

Árlegir víkingaleikar unglingadeildar voru haldnir á skólalóðinni í gær. Vindur og kuldi settu strik í reikninginn en höfðu hvorki áhrif á ánægju né keppnisandann. Það var sérstaklega gaman að sjá samheldni og hvatningu meðal bekkjarfélaga enda eru leikarnir heimsmeistaramót milli bekkja unglingadeildar. Víkingaleikunum lauk með hefðbundnum fótboltaleik milli kennara og nemenda 10. bekkja. Þeim leik lauk mjög heppilega og gengu sumir mjög glaðir af velli.

Fleiri greinar...