Norræna skólahlaupið 2017

21460047_10154772114457653_1518370943_o.jpg

Nemendur og starfsfólk Langholtsskóla  tóku þátt í Norræna skólahlaupinu  í dag 8. september. Með Norræna skólahlaupinu sem haldið er í grunnskólum allra Norðurlandanna er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Fyrst og fremst er lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Aðstæður voru góðar, logn og sól og hlaupaleiðin einstaklega falleg um Laugardalinn. Nemendur stóðu sig mjög vel og nutu hreyfingarinnar með bros á vör í góða veðrinu. Myndir frá deginum má sjá í myndasafni. 

1. bekkur - Fyrstu dagarnir

Á yngsta stigi erum við að læra um tré og plöntur. Af því tilefni fóru allir í Grasagarðinn, fengu þar skemmtilega kynningu og unnu verkefni. Hér má líta myndir af 1. bekk vinna þessi verkefni.

21397640_1422366344537673_74847793_n.jpg        21442167_1422357351205239_996535805_n.jpg

Í dag tókum við í Langholtsskóla þátt í Alþjóðlegum degi læsis. Hér má líta myndir af fyrstu bekkingum með nefið ofan í bókum sem þau ýmst komu með að heiman eða fengu í skólanum.

21397714_1422358544538453_1268379980_n.jpg 21396897_1422358534538454_398590351_n.jpg

Við í fyrsta bekk höfum nýtt okkur þetta indæla haustveður og fært kennsluna út á skólalóð. Hér eru nemendur að æfa stafadráttinn með krít – og skreyta skólalóðina í leiðinni.

21469916_1422359031205071_181820751_n.jpg   21442036_1422358927871748_408754065_n.jpg

Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

Haustgönguferð unglingadeildar í Búrfellsgjá

Búrf

Miðvikudaginn 30. ágúst fer öll unglingadeildin í haustgönguferð. Gengið verður í Búrfellsgjá, um Valaból og endað í Kaldárseli.

Mæting hjá umsjónarkennara í stofu kl. 8:30. Farið verður frá skólanum með rútum kl. 8:45. Áætluð heimkoma er um kl. 13:00-13:30. Nemendur sem eru venjulega í mat fá með sér samloku og safa í hádegismat. Þeir nemendur sem eru í sundi á miðvikudag eiga að mæta í sund aðrir tímar falla niður eftir hádegi.  

Munið að klæða ykkur eftir veðri og hafa gott og mikið nesti með ykkur. Einnig er gott er að hafa vatn á brúsa.  Gengið verður um hraun og móa þannig að spariskórnir eru best geymdir heima. Athugið að allir þurfa að sjá um eigið rusl og taka það með heim.

Um kvöldið verður Rósaball í skólanum frá 20:00-22:00 þar sem eldri nemendur bjóða 8. bekkinga velkomna í unglingadeild.

 

Kveðja,

kennarar í unglingadeild

                                                      

Skólasetning - Holtavegur lokaður að mestu - göngum til skólasetningar

Kæru foreldrar – forráðamenn

Velkomin í Langholtsskóla  í upphafi nýs skólaárs. Skólasetning verður á morgun, þriðjudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta í sal skólans sem hér segir: 

8., 9. og 10. bekkur kl. 9.00.

5., 6. og 7. bekkur kl. 10.00.

3. og 4 bekkur kl. 11.00

2. bekkur kl. 11.30

Nemendur í 1. bekk hafa verið boðaðir í viðtöl til kennara ásamt foreldrum sínum 22. eða 23. ágúst.

Kennsla hefst í 2.-10. bekk samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst en í 1. bekk fimmtudaginn 24. ágúst.

Mynd

Vegna framkvæma er Holtavegur nánast lokaður fyrir bílaumferð (sjá meðfylgjandi mynd). Við biðjum því foreldra að ganga með börnum sínum í skólann á morgun ef þess er nokkur kostur.  

Bestu kveðjur

Hreiðar Sigtryggsson,

skólastjóri

Skólasetning

Skólasetning er þriðjudaginn 22. ágúst. Skólastjóri ávarpar nemendur sem fara síðan í stofu með umsjónarkennara. Nemendur mæti til skólasetningar í salnum sem hér segir: 

8., 9. og 10. bekkur kl. 9.00.

5., 6. og 7. bekkur kl. 10.00.

3. og 4. bekkur kl. 11.00

2. bekkur kl. 11.30.

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum 22. eða 23. ágúst. Kennsla hefst í 2.-10. bekk samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst. Kennsla hefst í 1. bekk fimmtudaginn 24. ágúst.

 

Fleiri greinar...