Dagur gegn einelti

Einelti2.jpg        Einetli.jpg

Í dag, 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti. Það var mikið um að vera í skólanum þegar nemendur unnu saman við að búa til stórt listaverk sem á að minna okkur á að innan skólans er hver og einn hluti af heild. Allir nemendur fengu púslbita sem þeir skreyttu og hengdu upp fyrir framan matsalinn. Eldri nemendur hjálpuðu þeim yngri að búa til veggmyndina. Myndir í myndasafni. 

Skáld í skólum

Myndaniðurstaða fyrir skáld í skólum

Í morgun komu Davíð Stefánsson og Margrét Tryggvadóttir í heimsókn í 4. bekk. Þau voru með skemmtilega dagskrá um leyndardómsfullar sögur og flókin orð. Í lokin lásu þau upp sögu sem vakti mikla lukku. Í myndasafni má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum. 

Skrekkur 2017

skrekkur5.png

Mánudagskvöldið 7. nóvember tók Langholtsskóli þátt í fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks árið 2017. Stór hópur nemenda úr unglingadeild mætti í Borgarleikhúsið og hvatti okkar fólk áfram. Atriði skólans heitir Kemst þú inn? en það komst í úrslit ásamt atriði Árbæjarskóla öllum til mikillar gleði. Langholtsskóli keppir því á úrslitakvöldi Skrekks mánudaginn 13. nóvember. Við óskum Skrekkshópnum og skólanum til hamingju með árangurinn. Hér má sjá nokkrar myndir frá kvöldinu. 

Vetrarleyfi – Winter vacation – Ferie zimowe 19.10 - 23.10.

Auglýsing um dagskrá í vetrarfríi

-Vetrarfrí verður í öllum grunnskólum borgarinnar 19. - 23. október. Njótið tímans saman!

-We will have a winter vacation in all the elementary schools in Reykjavik on 19. - 23. October. Enjoy the vacation! 

Ýmislegt verður í boði fyrir börn og fjölskyldur hjá frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum í vetrarfríinu 19. – 23. október. Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar:DAGSKRÁ Í VETRARFRÍI.  

Úlfljótsvatn

Mynd.jpg

Dagana 25.-27. september dvöldu nemendur í skólabúðunum við Úlfljótsvatn. Þar var ýmislegt brallað, m.a. siglt á vatninu, klifur, fjallganga, bogfimi, samvinnuleikir og margt fleira. Myndir má sjá í myndasafni. 

Fleiri greinar...