Skip to content

Foreldrafélag Langholtsskóla

Almennar upplýsingar

Foreldrafélag er formlegur samstarfsvettvangur forráðamanna þar sem þeim gefst kostur á að ræða skólagöngu barna og hvaðeina sem snertir uppeldi og menntun. Félagið hefur unnið að ýmsum verkefnum með skólanum m.a. útihátíðum og skólaslitum.

HELSTU DAGSKRÁRLIÐIR Á SKÓLAÁRINU 2021-2022 OG AÐKOMA BEKKJARFULLTRÚA

REGLUR FÉLAGSINS
Með breytingum á aðalfundi félagsins vorið 2021:

1. Félagið heitir Foreldrafélag Langholtsskóla.

2. Félagar eru allir foreldrar og forráðamenn barna í Langholtsskóla.

3. Markmið félagsins er að vinna að velferð og vellíðan nemenda í skólanum, efla samstarf foreldra og starfsfólks skólans og koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla, menntun og uppeldismál nemenda.

4. Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að:

a) Standa fyrir fræðslu og upplýsingamiðlun til foreldra með fræðslufundum og þess háttar.
b) Veita aðstoð í starfi skólans vegna félagsstarfa og skemmtana nemenda.
c) Vinna í að efla hverja þá starfsemi sem stuðlar að auknum þroska og menntun nemenda skólans.
d) Halda fræðslu fund fyrir bekkjarfulltúa um hlutverk þeirra og mikilvægi.
e) Taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra.
f) Að koma fram með óskir um breytingar á starfi skólans og aðstöðu í samráði við skólaráð.

5. Stjórn félagsins skal vera skipuð af minnst fimm fulltrúum foreldra og tvo til vara, sem kosnir eru á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórnin getur sjálf komið á fót ráðum eða nefndum til ýmissa starfa, en stýrir og ber ábyrgð á störfum þeirra. Stjórn félagsins skal halda fundi eftir þörfum.

6. Aðalfund skal halda fyrir að hausti fyrir lok september, þó getur stjórn ákveðið að aðalfundur verði haldinn á öðrum tíma séu til þess gildar ástærður, svo sem samkomutakmarkanir yfirvalda. telst fundurinn löglegur ef til hans er boðaða með viku fyrirvara. Foreldrar innritaðara barna eru löglegir fulltrúar á fundinum.

Dagskrá fundarins skal vera:

a) Skýrsla stjórnar
b) Skýrsla gjaldkera
c) Skýrsla foreldra í skólaráði.
d) Lagabreytingar
e) Kosning nýrrar stjórnar
f) Kosning foreldra í skólaráð
g) Önnur mál

7. Stjórnin skal ekki sinna klögumálum eða hafa afskipti af vandamálum er upp kunna að koma milli einstakra foreldra eða forráðamanna barna og starfsmanna skólans.

8. Foreldrafélagið skal stuðla að góðum tengslum milli stjórnar foreldrafélagsins og skólaráðs Langholtsskóla.

9. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi Foreldrafélags Langholtsskóla.

Stjórn foreldrafélags Langholtskóla 28. águst 2007