Skip to content

Foreldrafélag Langholtsskóla

Almennar upplýsingar

  • Starf bekkjarfulltrúa felur fyrst og fremst í sér að vera leiðtogar í hópi foreldra í bekknum, fremstir meðal jafningja. Bekkjarfulltrúar starfa á vegum foreldrafélagsins og eru þeir mikilvægir tengiliðir þess við hverja bekkjardeild. Í upphafi hvers skólaárs eru kosnir a.m.k tveir til þrír fulltrúar forráðamanna úr hverri bekkjardeild sem starfa sem bekkjarfulltrúar allan veturinn.
  • Bekkjarfulltrúar mynda einskonar fulltrúaráð foreldrafélagsins sem fundar a.m.k tvisvar á hverjum vetri. Þar eru rædd mál er varða markmið og starf foreldrafélagsins, starf foreldra í bekkjadeildum og önnur sameiginleg verkefni skólasamfélagsins.
  • Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra og barna og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar með nánu samstarfi við umsjónarkennara, stjórn foreldrafélagsins og fulltrúa foreldra í skólaráði. Reynsla margra skóla hefur sýnt að bestur árangur í foreldrastarfi næst með virku starfi bekkjarfulltrúa og annarra foreldra í bekknum.
  • Bekkjarfulltrúar innan hvers árgangs eða skólastigs geta einnig haft með sér samráð og deilt hugmyndum. Foreldrafélagið telur æskilegt að samráð sé milli bekkjarfulltrúa í sama árgangi þannig að um keimlíka dagskrá sé að ræða í árgöngum.
  • Á meðfylgjandi slóðum má finna gagnlegar upplýsingar og hugmyndir um fyrirmyndarstarf bekkjarfulltrúa:

    -Handbók og heilræði frá Heimili og skóla – Í handbókinni má m.a. finna hugmynd að „starfsreglum“ bekkjarfulltrúa, hugmynd að „bekkjardagskrá“ o.fl.: 
    http://www.heimiliogskoli.is/fyrir-foreldra/grunnskolar/-

    -Starfsreglur bekkjarfulltrúa

         -SAMFOK – góð ráð um hlutverk og starfsreglur bekkjarfulltrúa:   http://samfok.is/bekkjarfulltruar/