Dagur íslenskrar tungu

Föstudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Allir árgangar unnu með daginn á einhvern hátt. Til dæmis fékk fyrsti bekkur ásamt leikskólunum í hverfinu fræðslu á sal um Jónas Hallgrímsson og unglingadeildin vann verkefni um íslensk tónskáld. Hér má sjá myndir frá verkefninu sem unnið var í unglingadeild.