Bleikur dagur

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árverknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Að því tilefni minnum við á bleikan dag á morgun en þá hvetjum við sem flesta að mæta í einhverju bleiku til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.