Blár dagur

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn 2. apríl ár hvert. Við í Langholtsskóla ætlum að sjálfsögðu að taka þátt í þessum frábæra degi og hvetjum alla að mæta í einhverju bláu næsta þriðjudag.

Þennan sama dag er einnig dagur barnabókarinnar, en hann ber upp á sama degi og fæðingardag H.C. Andersen. Dagurinn er haldinn hátíðlegur með því að hlusta á IBBY söguna klukkan 9:00, en hún er spiluð á RÚV. Sagan í ár er eftir Gerði Kristnýju og mun allur skólinn hlusta á söguna á sama tíma.