Skip to content
18 okt'21

Skólablakmót

Langholtsskóli sendir lið úr 5. og 6. bekk á skólablakmót á vegum Blaksambands íslands í dag 18. okt. og á morgun 19. okt.  Íþróttakennararnir eru búnir að kenna krökkunum grunninn og reglur íþróttarinnar. Skólablak  

Nánar
19 ágú'21

Reglur um skólasókn

Við vekjum athygli foreldra á nýjum samræmdum reglum um skólasókn í Langholtsskóla og viðbrögðum skólans þegar út af bregður með skólasóknina af einhverjum ástæðum.  Í reglunum, sem settar eru af skólayfirvöldum í borginni, er einnig fjallað um veikindi og leyfi nemenda. Sjá meðfylgjandi ferla um skólasókn og skýrslu starfshóps þar um. Reglur um skólasókn  Skýrsla…

Nánar
19 ágú'21

First day of school on Monday  23rd  of August

Students attend the school assembly hall. The principal addresses students and after that pupils will follow their teachers into their classroom. 9th  and 10th grade at 9.00. 8th  grade at 9.30 6th  and 7th  grade at 10.00. 4th  and 5th  grade at 10.30 2nd  and 3rd  grade at 11.00. Students in 1st grade will be…

Nánar
19 ágú'21

Skólasetning er á mánudaginn 23. ágúst

Kæru nemendur og foreldrar Hjartanlega velkomin í Langholtsskóla. Gott sumarleyfi er að baki og nýtt skólaár blasir við. Skólinn hefst að nýju mánudaginn 23. ágúst með skólasetningu sem hér segir: 9. og 10. bekkur…kl. 9.00. 8. bekkur……………kl. 9.30. 6. og 7. bekkur…..kl. 10.00. 4. og 5. bekkur…..kl. 10.30. 2. og 3. bekkur…..kl. 11.00 Nemendur mæta…

Nánar
15 jún'21

Óskilamunir liggja frammi

Nú þegar skóla er lokið þá eru hér mikið af óskilamunum sem hafa ekki verið aðgengilegir vegna Covid. Nú má opna skólann og því gefst tækifæri til að koma og leita að týndum húfum, vettlingum, úlpum, peysum og mörgu öðru. Í anddyri við aðalinngang skólans eru búið að koma fyrir óskilamunum vetrarins, öll skólastig. Húsið…

Nánar
04 jún'21

Útskrift og skólaslit í Langholtsskóla

Útskrift 9. júní Miðvikudaginn 9. júní kl. 15:00 verður útskrift 10. bekkjar. Nemendur mega hafa með sér eitt foreldri. Athöfnin hefst á því að nemendur kynna vorverkefnin sín. Skólastjórinn heldur ávarp og að því loknu verða afhentar einkunnir og viðurkenningar. Ávarp nemenda verður þegar einkunnaafhendingu er lokið. Athöfnin endar á skólaslitum og veitingum. Útskriftin verður…

Nánar
14 maí'21

Gerður Kristný kom í heimsókn

Nemendur í 6. bekk lásu Garðinn eftir Gerði Kristný , fóru í ratleik í Hólavallakirkjugarð og fengu svo höfundinn í heimsókn. Fundurinn var haldinn utandyra vegna sóttvarna.

Nánar
09 maí'21

Starfsdagur á morgun 10. maí

Menntastefnumót Reykjavikur – Látum draumana rætast- Verður haldið á morgun 10. maí og allir starfmenn Skóla- og frístundasviðs taka þátt. Vegna þessa verður engin kennsla og frístund er einnig lokuð.

Nánar
03 maí'21

Mannslíkaminn

Nemendur í 6. bekk voru að læra um mannslíkamann. Þau héldu kynningar fyrir nemendur í 5. bekk á hinum ýmsu líffærum. Þau áttu að fræða um valið líffæri og sýna mynd af því í einhverrri mynd. Það var ansi fjölbreyttar og skemmtilegar hugmyndir sem birtust ef heila, auga, lungum og fleiru.

Nánar
03 maí'21

Söngur og risaeðlur

Nemendur í 3. bekk voru að læra um risaeðlur. Í lokin á risaeðluþemanu buðu þau upp á útitónleika þar sem þau fluttu lag með frumsömdum texta eftir Heiðu, kennara í 3. bekk. Krakkarnir stóðu sig svo vel, sungu hátt og snjallt eins og besti kór. Til að toppa daginn þá kom risaeðla á tónleikana.

Nánar