Skip to content

Posts by Stjornandi

05 nóv'19

Laufabrauðsdagurinn færist til

Sú breyting hefur orðið að laufabrauðsdagur foreldrafélagsins verður haldinn laugardaginn 23. nóvember (ekki 30. eins og áður var gert ráð fyrir). Dagsetningin hefur verið uppfærð á skóladagatali.

Nánar
05 nóv'19

Skrekkur

Stór hópur nemenda í unglingadeild  keppti í Skrekk í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Krakkarnir stóðu sig frábærlega en í atriðinu var fólgin áminning um heiðarleika og hversu mikilvægt það er að standa með sjálfum sér þegar staðið er frammi fyrir freistingum og fordómum. Árbæjarskóli og Háteigsskóli komust áfram í gær og sendum við þeim gleðikveðjur. Myndir…

Nánar
05 nóv'19

Reykir 2019

Sjöundi bekkur fór í skólabúðir á Reyki í síðustu viku og átti alveg frábæra viku. Dalskóli í Úlfarsárdal var á sama tíma og voru þetta þá um 105 nemendur í Reykjaskóla þessa viku. Ýmislegt var brallað, nemendur fóru í kennslustundir á morgnanna og eftir hádegi. Kvöldvökur voru á kvöldin sem nemendur sáu sjálfir um. Diskótek,…

Nánar
01 nóv'19
Hrekkjavökugrasker

Draugahús

Hann Torfi í 10. SG, ásamt samnemendum, komu upp hrollvekjandi draugahúsi í Þróttheimum fyrir hrekkjavökuna. Frábært framtak! Frétt um draugahúsið má sjá HÉR.

Nánar
30 okt'19

Handbók

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum er nú aðgengileg á heimasíðunni. Hana má finna undir Skólinn – Áætlanir.

Nánar
21 okt'19

Vetrarleyfi

Kæru foreldrar/forráðamennVetrarleyfi verður dagana 24., 25. og 28. október. Njótið leyfisins! Dear parents/guardiansWe will have a winter vacation in Langholtsskóli on 24th, 25th and 28th of October. Enjoy the vacation!

Nánar
15 okt'19

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur og starfsfólk Langholtsskóla hlupu hið árlega Ólympíuhlaup ÍSÍ í morgun. Hlaupnir voru 1-4 hringir í Laugardalnum, mest 10 kílómetrar. Þó nokkuð margir nemendur og starfsmenn hlupu 10 km og aðrir minna. Hlaupið var í kapp við veðurspána með sólskini á köflum en hlaupinu lauk áður en brast á með roki og rigningu.

Nánar
10 okt'19

Bleikur dagur

Bleiki dagurinn er á morgun föstudaginn 11. október en bleikur er baráttulitur októbermánaðar. Þennan dag hvetjum við alla nemendur til að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Nánar
08 okt'19

Foreldraviðtöl

Á morgun, 9. október er foreldradagur í Langholtsskóla, en þá mæta foreldrar/forráðamenn með nemendum til umsjónarkennara í stutt viðtal. Öll kennsla fellur niður þennan dag.

Nánar
30 sep'19

Útprentanlegur matseðill

Nú er hægt að prenta út matseðil hvers mánaðar undir flipanum Skólinn-Matseðill. Áfram verður hægt að nálgast upplýsingar um næringargildi máltíða á forsíðu skólans þegar ýtt er á Matseðill (myndin af eplinu).

Nánar