Skip to content
24 mar'21

Enginn skóli á fimmtudag og föstudag – Páskafrí hafið

Frá og með miðnætti í kvöld ganga í garð nýjar reglur – þar sem einungis 10 manns mega koma saman – 2ja metra reglan tekur aftur gildi, grímur og sótthreinsun eru á sínum stað. Við þetta verður öllum grunnskólum lokað til 1. apríl n.k. og við förum í páskaleyfi á morgun fimmtudag.

Nánar
16 mar'21

Langholtsskóli vann Skrekk

Það getur alveg verið flókið að vera unglingur en það getur hjálpað að kunna “boðorðin 10”. Langholtsskóli vann Skrekk í Borgarleikhúsinu í kvöld með léttu og líflegu atriði og vá hvað krakkarnir voru flottir og glaðlegir á sviðinu. Það var líka svo gaman að geta farið með unglingahóp í áhorfendasæti – svo miklu skemmtilegra. Skrekkur…

Nánar
10 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin – Skólakeppnin

Stóra upplestrakeppnin var haldin í Langholtsskóla 9. mars. Í þessari keppni voru valdir tveir fulltrúar skólans til að taka þátt í lokakeppninni þann 23. mars. Áður voru flestir nemendur í 7. bekk búin að keppa um að komast í undaúrslitin. Valið á þátttakendum í skólakeppnina var erfitt því í þessum árgangi er mikið af frábærum…

Nánar
08 mar'21

SAMRÆMDUM PRÓFUM FRESTAÐ

Komið þið sælir foreldrar nemenda í 9. bekkjum. Í íslenskuprófinu í morgun komu upp vandamál af tæknilegum toga sem ollu því að margir nemendur misstu tengingu við prófið og þurftu að endurræsa og fara aftur inn – sumir mörgum sinnum. Þetta var ákaflega leiðinlegt og hafði áhrif á próftökuna. Eins og sést í texta frá…

Nánar
05 mar'21

Langholtsskóli komst áfram í Skrekk

Langholtsskóli komst áfram í Skrekk í gær með Boðorðin 10. Atriðið var vel gert hjá krökkunum, létt og leikandi. (mynd: ruvis) Hér má sjá öll atriði í Skrekk í ár. https://www.ruv.is/ungruv/renningur/skrekkur-2020-2021 Atriði frá eftirtöldum skólum komust í úrslit: Laugarlækjaskóli Sæmundarskóli Langholtsskóli Hliðaskóli Ingunnarskóli Seljaskóli Að auki komast 2 lið sem dómarar velja inn í lokakeppnina.

Nánar
17 feb'21

Öskudagur – tímasetningar

Yngsta stig – Gæsla frá kl: 8:00 – 10:00 Dagskrá í bekk kl. 10:00 – 12:00 Nemendur fara í Glaðheima kl. 12 Nemendur fara í Dalheima kl. 12:30 (gæsla frá kl:12:00 Miðstig – Mæting kl: 8:30 -10:30 Unglingastig – Mæting 9:00 – 11:00

Nánar
29 jan'21

Vinaliðar fóru í ferðalag

Vinaliðar haustannar skelltu sér í verðlaunaferð í síðustu viku. Dagurinn byrjarði í Minigarðinum þar sem nemendur spiluðu 9 holur í minigolfi og skemmtu sér vel. Eftir það var haldið í Þróttheima og Glaðheima þar sem tók við frjáls leikur í stutta stund og síðan var vinaliðunum boðið upp á pizzur. Að því loknu var haldið…

Nánar
15 jan'21

Samstarfsdagur á mánudag

Mánudaginn 18. janúar er samstarfsdagur í Langholtsskóla eins og kemur fram á skóladagatali. Á samstarfsdögum mæta nemendur ekki í skólann.

Nánar