Posts by Stjornandi

22 jan'19

Sjötti bekkur á flakki

Sjötti bekkur í Langholtsskóla fór í ferð 21. janúar í Hólavallagarð og á Landsbókasafn. Þorsteinn Þórhallsson, sagnfræðingur fræddi nemendur um sögu kirjkjugarðsins og nokkra merkismenn sem þar liggja, Jón Sigurðsson, Þorsteinn Erlingsson, Sigurður Breiðfjörð og Ingibjörg H. Bjarnason. Þorsteinn sýndi nemendum leiði Guðrúnar Oddsdóttur sem var sú fyrsta sem var grafin í garðinum og vakir yfir honum.…

Nánar
22 jan'19

Vísindavaka

Áttundi bekkur hefur haft í nógu að snúast síðustu daga. M.a. má nefna vísindavöku sem nemendur héldu fyrir yngri bekki skólans. Þar voru þeir búnir að undirbúa efnafræðitilraunir sem voru síðan framkvæmdar fyrir framan yngri krakkana. Einnig heimsótti 8. bekkur Árbæjarsafn þar sem þau fræddust um hjáverk kvenna fyrr á árum.

Nánar
16 jan'19

Náttúrufræði í 5. bekk

Í dag byrjaði 5. bekkur með náttúrufræðihringekju og að venju eru viðfangsefnin fjölbreytt. Í dag kynntust nemendur m.a. mors-stafrófinu. Á myndinni má sjá nemanda senda skilaboð á mors stafrófi, og þeir sem inni eru reyna að ráða í þau.

Nánar
08 jan'19

Lestrarátak Ævars

Síðasta lestrarátak Ævars vísindamanns er farið af stað. Það byrjaði þann 1. janúar og lýkur 1. mars. Við hvetjum alla til að kynna sér málið og taka þátt. Sá skóli sem les hlutfallslega mest verður í næstu bók Ævars þannig að það er til mikils að vinna. Lestrarmiða má fá á bókasafni skólans en einnig…

Nánar
19 des'18

Jólaböll og jólaleyfi

Á morgun, 20. desember eru jólaböll í Langholtsskóla. Þau eru á þessum tímum: 8:30-10:30 1.JA 1. AH, 2.SI,3.SS, 3.ÁF,4.SÁ,5.AÞ,7.GP, 6.ÞÞ – 6. ÞÞ sýnir leikrit. 10:30-12:20 1.HIÞ,1.ÞE, 2.AÞP 2.ÓJJ, ,4.HH, 5.EÁ,6.SLJ,7.JBH – 6. GJJ sýnir leikrit. 12:30-14:20 3.ÁJ, 3.EÍ, 4.AG,4.HJ, 7.ÁS,5.HBÆ, 5.MK – 6. HS sýnir leikrit. Föstudagur 21. desember: Jólaleyfi nemenda og starfsmanna Föstudagur…

Nánar
19 des'18

Friðargangan

Í morgun lagði hin árlega friðarganga af stað frá Langholtsskóla. Eldri bekkir leiddu þá yngri í göngunni um dalinn, en gengið var um Laugardalinn og til baka. Þegar að skólanum var komið mynduðu allir nemendur skólans friðarmerkið og sungu saman lagið Hugsa um himnaríki (Imagine eftir John Lennon). Að lokinni göngu héldu allir í sínar heimastofur.…

Nánar
18 des'18

Jólalegt í Langholtsskóla

Það er orðið mjög jólalegt í Langholtsskóla enda leggja nemendur og starfsfólk mikinn metnað í skreytingar. Hin árlega hurðakeppni er á sínum stað og eru margar skrautlegar eins og sjá má. Fleiri myndir má sjá í myndaalbúmi. 

Nánar
07 des'18

3. EÍ í göngutúr

Í morgun fór 3. EÍ í göngutúr um hverfið að skoða jólaljósin. Göngutúrinn tókst vel og veðrið var gott. Hér má sjá hópmynd af þessum flottu krökkum.

Nánar
07 des'18

Upplestur á miðstigi

Hjalti Halldórsson las upp úr bók sinni Draumurinn fyrir miðstig í morgun. Þetta er önnur bók Hjalta en fyrri bók hans, Af hverju ég?, kom út fyrir síðustu jól. Upplesturinn tókst greinilega vel því það voru margir sem lögðu leið sína á bókasafnið eftir samveru og spurðu um bókina.

Nánar
05 des'18

2. AÞP í bæjarferð

Í gær skellti 2. AÞP sér í menningarferð í miðbæinn. Helstu kennileiti bæjarins voru skoðuð, m.a. Alþingi og Stjórnarráð Íslands. Hópurinn gekk um bæinn og naut þess að skoða jólaljósin í fyrsta almenniglega snjó vetrarins.

Nánar