Posts by Stjornandi

22 mar'19

Mitt hverfi – íbúakosning

Nú stendur yfir íbúakosning í Reykjavík þar sem íbúar geta sent inn hugmyndir að verkefnum og leiðum til að gera góð hverfi enn betri. Við hvetjum alla að fara inn á vefinn og kjósa með betri skólalóð.

Nánar
21 mar'19

Undur íslenskrar náttúru – 4. bekkur

Í síðustu viku var öllum í 4. bekk boðið á sýninguna Undur íslenskrar náttúru í Perlunni. Sýningin er að mörgu leyti gagnvirk og flest allt mátti snerta. Nemendur voru mjög áhugasamir og allir skemmtu sér vel.

Nánar
21 mar'19

Skólahreysti

Í gær var keppt í Skólahreysti í íþróttahúsinu Ásvöllum í Hafnarfirði. Fulltrúar Langholtsskóla voru Adrian, Davíð, Elísabet og Sigurbjörg, varamenn Farid og Ylfa. Þau stóðu sig að sjálfsögðu vel og lentu í 5. sæti. Að þessu sinni komst Laugalækjaskóli áfram og varð Réttarholtsskóli í 2. sæti. Til hamingju allir með góðan árangur!

Nánar
21 mar'19

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grensáskirkju í gær. Þar tóku þátt 12 nemendur úr skólum úr Laugardal, Háaleitis- og Bústaðahverfi. Lokahátíðin er endir á löngu ferli sem hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember á síðasta ári. Það var gaman að fylgjast með þessum hæfileikaríku krökkum og það má segja að þau séu…

Nánar
18 mar'19

Skólahreysti

Langholtsskóli keppir í skólahreysti á miðvikudaginn í þessari viku, 20. mars. Keppendur okkar eru þau Adrian, Davíð, Elísabet og Sigurbjörg, varamenn verða Farid og Ylfa. Keppnin fer fram í íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði og byrjar kl. 16. Rúta fer með stuðningslið frá skólanum kl. 15 stundvíslega. Að keppni lokinni, um það bil kl.…

Nánar
08 mar'19

Samræmd próf í 9. bekk

Samræmd próf verða í 9. bekk 11., 12. og 13 mars. Nemendur mæta í skólann kl. 8:30 og koma sér fyrir. Próftími er kl. 8:40 – 11:10. Muna að koma með i-pad hlaðinn. -Mánudaginn 11. mars –  íslenska -Þriðjudaginn 12. mars – stærðfræði -Miðvikudaginn 13. mars – enska

Nánar
08 mar'19

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í morgun lauk skólahluta Stóru upplestrarkeppninnar. Þar voru valdir tveir fulltrúar skólans, ásamt einum varamanni, sem fara á lokahátíðina í Grensáskirkju þann 20. mars. Nemendur stóðu sig með prýði og það var ekki létt verk fyrir dómarana að velja þá sem komust áfram. Þeir nemendur sem fara fyrir hönd skólans á lokahátíðina eru þær Anna…

Nánar
07 mar'19

Góður árangur á skákmóti

Á dögunum tóku nokkrir nemendur úr 1. -3. bekk þátt í Íslandsmóti Barnaskólasveita í skák.  Alls tóku 41 lið þátt á mótinu og var líf og fjör á mótsstað. Strákarnir úr Langholtsskóla voru virkilega áberandi, en mættu þeir allir í rauðu og sumir hverjir búnir að spreyja hárið rautt. A-sveitin lenti í 10. sæti. B-sveit…

Nánar
06 mar'19

Pangea stærðfræðikeppnin

Fimm nemendur í 8. bekkjum komust áfram upp úr 2. umferð Pangea  stærðfræðikeppninnar. Þetta eru þau Atli, Freyja Fönn, Kristján Dagur, Stefán Geir og Steinar. Þetta er frábær árangur og krökkunum er óskað góðs gengis í úrslitakeppninni sem verður laugardaginn 23. mars. Mikill áhugi er á stærðfræði í skólanum og í gær tók nokkur hópur…

Nánar
06 mar'19

Fjör á öskudag

Það voru ýmsar kynjaverur sem þrömmuðu um ganga Langholtsskóla í morgun. Þar mátti m.a. finna prinsessur, Hulk, Trump, dvergana 7, trúða, pöndur o.fl. Nemendur slógu köttinn úr tunnunni, fóru á ball og fengu síðan pítsur í stofum. Við vonum að allir hafi átt skemmtilegan morgun og njóti það sem eftir er dagsins. Myndir í myndasafni.

Nánar