Árshátíð á yngsta- og miðstigi á morgun

Á morgun föstudaginn 31. mars verður haldin árshátíð á yngsta- og miðstigi í Langholtsskóla.
1.-3. bekkur
KL. 8:00 opnar skólinn og það er gæsla fyrir þá sem þurfa til kl. 10:00
KL. 10:00 mæta nemendur í skólann og þá tekur við dagskrá í sal, atriði frá 4. bekk, o.fl. sem endar með pylsum í hádeginu. Kennsla verður til 13:40 eins og venjulega.
Nesti – þeir nemendur sem mæta í gæslu þurfa að hafa nesti eins og venjulega sem þeir borða áður en dagskrá hefst.
Á þessu degi er sparinesti leyft í lok dags.
4. bekkur
Kl. 8:45 – Mæting
Sjá um dagskrá í sal, ball, pylsur
Kl. 12:00 – Heim /Gæsla verður í skólanum fyrir þá sem fara í Dalheima.
Nesti – Á þessu degi er sparinesti leyft.
Miðstig
8:30- Mæting – Dagskrá í sal, ball, pylsur og heim.
Nesti – Á þessu degi er sparinesti leyft.