Skip to content

Alþjóðlegi tungumáladagurinn í febrúar

Alþjóðlegi tungumáladagurinn var 21. febrúar og við í 2. bekk tókum þátt í honum eins og okkur er von og vísan.

Í bekknum eru töluð 14 tungumál og útbjuggu nemendur tugatölurnar á öllum þessum tungumálum sem límd voru í tröppur skólans þar sem fjöldi nemenda,stafsmenn og aðrir ganga um á hverjum degi. 

Einnig gerðu nemendur heimskort þar sem þeir merktu við heimalöndin sín með fána og orðinu “Velkomin”.