10154733157777653 1206333926 o
10154733157602653 689086998 o
10154733157837653 2086197155 o
10154772114387653 1555523778 o

Mentor

Matseðill

Skóladagatal

Bekkjarnámskrá

Heimilisfræði 1. bekkur
Markmið

 • Að nemandi
 • Kynnist því að til eru bæði hollar og óhollar fæðutegundir
 • Kynnist einföldum eldhúsáhöldum
 • Geri sér grein fyrir því að hnífar og önnur eggjárn geta verið hættuleg
 • Bragði matvælin sem notuð eru og læri hvað þau heita
 • Geti þvegið sér rétt um hendur og notað naglabursta
 • Fái fyrstu kynni af því hvernig bæta má umhverfið
 • Skoði hvaða heimilisstörfum hann er fær um að taka þátt í
 • Fari eftir fyrirmælum
 • Sýni áhuga og vinnusemi

Nám og kennsla
Í heimilisfræði er lögð áhersla á hreinlæti og góða umgengni. Kennsla í heimilisfræði hefst alltaf á handþvotti. Eftir kynningu á kennslueldhúsi er mikilvægi góðrar samvinnu útskýrð og rætt er um þau störf á heimilinu sem nemendur geta hjálpað til við. Fæðuhringurinn er kynntur og útskýrt hvaða fæðutegundir tilheyra hverjum flokki. Gerður er samanburður á hollum og óhollum mat, t.d. varðandi tannhirðu. Nemendur vinna saman við gerð einfaldra smárétta og kynnast um leið notkun eldhúsáhalda. Frágangur og flokkun úrgangs er fastur liður í kennslunni.  Umhverfismennt er hluti af námsefni heimilisfræðinnar.   

Nemendur rifja upp þau orð og hugtök sem tengjast heimilisfræðinni.

Námsgögn
Heimilisfræði fyrir byrjendur
Fæðuhringurinn
Eldhúsáhöld.

Námsmat
Byggir á verkefnabók., umgengni, áhuga, iðni og hjálpsemi.

 

Markmið

Lestur þrep 1

Að nemandi:

 • Kynnist margs konar bókum
 • Kunni nokkrar einfaldar vísur, þulur og ljóð
 • Kunni að fá bók lánaða á skólabókasafni
 • Geti sagt frá eigin reynslu og tjáð skoðun sína
 • Geti notið þess að hlusta á upplestur og frásagnir
 • Skoði/lesi bækur heima og í skóla
 • Þekki 12 stafi og hljóð þeirra

 

Lestur þrep 2

Að nemandi:

 • Þekki alla stafi og hljóð þeirra
 • Geti lesið létt orð og texta
 • Sýni bókalestri áhuga
 • Kynnist fjölbreyttu vali bóka
 • Hafi kynnst þekktum íslenskum þjóðsögum
 • Geti lesið 50 atkvæði á mínútu í raddlestri
 • Geti greint frá innihaldi sagna sem hann hefur heyrt

Skrift

Að nemandi:

 • Geti oftast dregið rétt til stafs.
 • Láti stafi oftast sitja á línum.
 • Skrifi stafi oftast í réttri stærð.

 

Nám og kennsla

Lestur

Grunnlestraraðferð er hljóðaaðferð en hugmyndir úr öðrum kennsluaðferðum eru einnig nýttar í lestrarkennslu. Unnið er út frá námsefninu „það er leikur að læra".

Í upphafi skólaárs er lögð áhersla á málörvun í leik og foræfingar af ýmsu tagi.  Lestrarkennslan hefst með því að nemendur læra einstaka stafi, hljóð, orð og setningar.  Kennari les texta/sögu sem hann varpar upp og sýnir nemendum með því rétta lesátt.  Stafainnlögn er samþætt við aðrar námsgreinar og unnið verklega með hvern staf s.s. saumað, málað, unnið með leir, teiknað og skrifað.  Í skólanum lesa nemendur ýmist upphátt fyrir kennarann, hverjir fyrir aðra eða hver fyrir sig.  Nemendur geta smám saman lesið létt lestrarefni sem stig-þyngist eftir getu hvers og eins.  Í lestrarkennslunni er lögð mikið áhersla á samvinnu við heimilin þ.e. nemendur lesa upphátt heima á hverjum degi. 

Talað mál og framsögn

Málörvunarleikir og umræður s.s. í krók skipa veigamikinn sess í kennslunni, nemendur fá tækifæri til að segja frá eigin reynslu, tjá skoðun sína og leika með málið (rím og hrynjandi).  Nemendur greina frá niðurstöðum sínum og aðferðum s.s. þegar þeir reikna stærðfræðiþrautir (orðadæmi).  Nemendur lesa upp eigin texta í kennslustundum með hjálp kennara og lesa eða segja frá sögum sem þeir hafa unnið heima með hjálp foreldris/forráðamanns.  Nemendur flytja eigin leikþætti eða syngja í samverustundum.  

Hlustun og áhorf

Nemendur læra að hlusta á fyrirmæli kennarans og hlusta þegar kennarinn les sögur.  Umræður þar sem nemendur hlusta hver á annan án þess að grípa fram í fyrir bekkjarfélögum sínum.  Hlustunarleikir eru öðru hvoru notaðir sem uppbrot í kennslustund um leið og verið er að þjálfa nemendur í hlustun.  Þegar lestrarfærni er náð hefst samlestur þar sem nemendur lesa upphátt til skiptis og hlusta hver á annan.  Í samverustundum árgangsins hlusta nemendur á flutning bekkjarfélaga og eiga að vera góðir áhorfendur (sem horfa á án þess að trufla).  Upplestur á skólasafni er árlegur viðburður, nemendur hlusta á rithöfunda lesa úr verkum sínum.

Ritun

Skriftarkennsla hefst samhliða stafainnlögn.  Lögð er áhersla á að rétt sé dregið til stafs og hlutföll stafanna séu rétt. Í heimavinnu æfa nemendur að draga til stafs eftir forskrift.  Nemendur skrifa sögur heima með aðstoð foreldris/forráðamanns sem lesnar eru upp í bekknum með aðstoð kennara.  Nemendur  skrifa frásagnir um eigin reynslu, s.s. vettvangsferðir.

Áhersla á réttritun er ekki svo mikil á þessu stigi málsins.  Nemendur æfa þó réttritun með því að skrifa orð og texta beint upp eftir töflu/myndvarpa.

Bókmenntir

Nemendur syngja ljóð og fara með þulur og vísur.  Nemendur læra að taka bækur til láns á skólasafni.  Kennari les fyrir nemendur valdar sögur og bækur og skapar umræður um þær.

 

Málfræði

Málörvunarleikir (Markviss málörvun).  Nemendur vinna einnig með texta til að læra ýmis hugtök s.s. að athuga hvar í textanum má finna orð, setningar, punkta eða tiltekna stafi.

 

Námsmat

Leiðsagnarmat

 

Námsgögn

Úrklippubók, vinnubók, breiðir trélitir, ritföng, sandur, leikbrúður, sögur og ævintýri, söngvar og aðrir tilfallandi hlutir sem tengjast hverjum staf.

 

1. bekkur  - leikræn tjáning

Kennsluhættir
Kennsla í leikrænni tjáningu er ofin inn í kennslu bekkjarkennara og annarra listgreinakennara.  Lögð er áhersla á framsögn og frjálsa hreyfingu með eða án tónlistar.

1. bekkur  - lífsleikni
Kennsluhættir
Lífsleikni tengist öllu daglegu starfi skólans. Umræður fara fram  þar sem börnin fá tækifæri til að tjá sig í hóp og hlusta á aðra. Ýmsir leikir og hópavinna efla samkennd og samvirkni innan hópsins. Félagsstarf á vegum skólans t.d. innan bekkja er mikilvægt til að efla lífsleikni og geta foreldrar þar lagt hönd á plóginn. Samverustundir innan árgangs og milli bekkja geta einnig verið lærdómsríkar og skemmtilegar.
Í kristinfræðikennslu, eru kristin lífsviðhorf kynnt svo sem kærleikur, umburðarlyndi og fyrirgefning. Í íþróttakennslu  er stuðlað að mikilvægi þess að þjálfa líkamann. Í heimilisfræði og hannyrðakennslu er rætt um hollustu matar og  ýmsa vinnu við heimilisstörf og hannyrðir.

1. bekkur -  myndmennt
Kennsluhættir
Reynt er að samþætta sem flestar greinar við myndmennt.  Áhersla er lögð á frjálsa myndsköpun og myndræna frásögn út frá eigin upplifunum og úr nánasta umhverfi barnsins.  Unnið er með mismunandi aðferðum í fjölbreyttan efnivið.
Nemendur læra rétta meðhöndlun efna og hvernig á að beita verkfærum eins og t.d. penslum. 
Í tengslum við námið er farið í vettvangsferðir á listasöfn og í nágrenni skólans. 

1. bekkur - NÁTTÚRUFRÆÐI
Kennsluhættir
Áhersla er lögð á heildstætt nám þ.e. að tengja náttúrufræðina við móðurmálskennslu, stærðfræði, samfélagsfræði og mynd- og handmennt.  Einnig að nemendur temji sér skipulögð og vísindaleg vinnubrögð s.s. að setja fram tilgátur, sannreyna þær og skrá niðurstöður. Verklegar tilraunir t.d. í stöðvavinnu eru hluti af námi nemenda.
Í tengslum við námið er farið í vettvangsferðir þegar við á.
Nemendur vinna m.a. þemaverkefni um líkamann, strandlengjuna og jurtir.

1. bekkur - SAMFÉLAGSFRÆÐI

Kennsluhættir
Áhersla er lögð á heildstætt nám, þ.e. að tengja samfélagsfræðina við aðrar greinar, s.s. íslensku, stærðfræði, náttúrufræði, kristinfræði, mynd- og handmennt.  
Kynning með innlögn, myndum, myndböndum og samræðum.  Úrvinnsla með myndgerð, föndri, leirvinnu, málningu, frásögnum nemenda, sögugerð, bæði einstaklings- og hópvinnu.  Leikþættir, kannanir og mælingar, súlurit þar sem því verður við komið.
Í tengslum við 1. desember eru unnin verkefni um sjálfstæði Íslendinga.
Farið er í vettvangsferðir í Laugardalinn, Þvottalaugarnar, Húsdýragarðinn, Árbæjarsafn og Listasafn Íslands

1.bekkur - KRISTINFRÆÐI, SIÐFRÆÐI OG TRÚARBRAGÐAFRÆÐI
Kennsluhættir
Áhersla er lögð á heildstætt nám þ.e. tengja kristinfræðina við aðrar greinar s.s. íslensku, samfélagsfræði og lífsleikni. Umræður um námsefnið, myndgerð, textagerð, föndur, málning, leikræn tjáning, söngur, einstaklingsvinna eða hópvinna eftir því sem við á.
Farið er í heimsókn í kirkju í hverfinu, Áskirkju eða Langholtskirkju, þar sem börnin fræðast um helstu kirkjumuni, jóla- og páskahátíðina.
Siðferðileg viðfangsefni er fjallað um í verkefnum og umræðum.  Þessi umræða er líka í daglegum samskiptum barnanna þar sem kennari þarf oft að aðstoða þau.

1.bekkur – LANDAFRÆÐI
Kennsluhættir
Áhersla er lögð á heildstætt nám, þ.e. að tengja landafræðina við aðrar greinar, s.s. íslensku, stærðfræði, náttúrufræði, mynd- og handmennt, umhverfisfræðslu og umferðarfræðslu. Kynning með innlögn, vettvangsferðum, loftmyndum og samræðum.  Úrvinnsla með myndgerð, föndri, leirvinnu, málningu, sögugerð, leikþáttum, könnunum á nánasta umhverfi og notkun loftmynda og korta í einstaklings- og hópvinnu.
 
 1. bekkur -  STÆRÐFRÆÐI
Kennsluhættir
Innlagnir kennara og umræður. Lögð er áhersla á hugarreikning áður en farið er í eiginlega bókarvinnu. Nemendur vinna bæði einstaklingslega og í hópum. Áhersla er lögð á vinnu við þrautalausnir. Nemendur leysa m.a. verkefni sem tengjast daglegu lífi, nánasta umhverfi og líkama. Ræða niðurstöður athugana og skrá upplýsingar um t.d. hæð, lengd arms, gæludýraeign, steina á skólalóð eða uppáhaldsmat. Upplýsingarnar flokkaðar, taldar og settar upp á myndrænan hátt t.d. í súlurit. Röksamhengi og röksemdarfærslur þjálfaðar með því að láta nemendur meta fullyrðingar út frá t.d. skoðun mynda eða frásagna. Nemendur þjálfaðir í að sjá mynstur í tölum með því að nota mismunandi liti á sléttar tölur og oddatölur eða með því að lita t.d. þriðju hverju tölu í talnarunu. Nemendur safna hlutum í smáhlutasafn og nota það við þrautlausnir og talnavinnu ásamt t.d. rökkubbum, sentikubbum, einfestukubbum, teningum og talnagrindum. Hreyfileikir, stærðfræðileikir, spil og kennsluforrit notuð til að þjálfa einstök atriði og auka skilning.

1. bekkur - TEXTÍLMENNT
Kennsluhættir
Í fyrsta bekk er textílmennt samþætt ýmsum greinum og tengist oft stafainnlögn. Unnið er með fjölbreyttan efnivið auk þess sem lögð er áhersla á rétt handtök og beitingu verkfæra.

1. bekkur - ÍÞRÓTTIR

Markmið
Leikir og markvissar æfingar sem styrkja gróf og fínhreyfingar, skynfæri, þrek og styrk eru höfð að leiðarljósi fyrstu árin í íþróttakennslunni. Stefnt er að því að nemendur fái jákvæða upplifun af íþróttakennslunni og öðlist jákvæða sjálfsmynd. Nemendur taka stöðluð próf til þess að meta færni og þrek. Samskipti, læra að taka sigrum og töpum í keppni, vinna saman eru þættir sem unnið er með. Fræðsla um hreinlæti, umhirðu og líkamsbeitingu fléttast inn í kennslustundir.
Nám og kennsla
Leikir; hlaupaleikir, leikir með áhöld, hópeflisleikir, útileikir, boltaleikir.
Æfingar með ýmis áhöld; gjarðir, boltar, kaðlar, fimleikaáhöld og smádót.
Stöðvaþjálfun. Nemendum er skipt í hópa og þeir vinna mismunandi æfingar í ákveðinn tíma, t.d. hlaup á einum stað en boltakast á öðrum.
Hringþjálfun; Margar æfingar settar upp í röð og nemendur fara í gegnum æfingarnar hverja af annarri.
Hreyfiþroskapróf – Mot 4-6 ára. Staðlað próf sem mælir hreyfiþroska.
Tjáning og æfingar með tónlist. Æfingar sem reyna á sköpun hreyfinga og takt.
Umræður um hreinlæti, umhirðu og líkamsbeitingu.

Nemendum er ætlað að fara eftir þeim reglum sem gilda í íþróttatímum.  Þeir eiga að vera virkir þátttakendur í kennslustundum og framkvæma æfingar eins vel og geta þeirra leyfir.

1. bekkur - SUND
 

Krakkarnir fá 18 sundtíma.  Lögð er áhersla á að krakkarnir verði öruggir í vatninu, læra að fara í kaf og fljóta, leitast er við að lærdómurinn fari fram í gegnum leiki.  Krakkarnir taka lítið próf í lok námskeiðs.

 

 

 

 

Matslistar - Gátlistar

Hér eru dæmi um lista sem hafa verið unnir í verkefninu á árunum 2005-2008.

Munnleg próf

Leifur Eiríksson 2007 - 2008

Gátlistar úr list- og verkgreinum
Smíði
Myndmennt
Textílmennt
Sjálfsmat í textilmennt

Fleiri greinar...