10155106675927653 863018928 n
10154733157392653 86105735 o
10154733158167653 200339200 n
10154733157757653 2004397869 o
10154772114467653 1178256307 o

Mentor

Matseðill

Skóladagatal

Skólanámskrá Langholtsskóla

Skólanámskráin byggir á aðalnámsskrá grunnskóla og er nánari útfærsla skólans á þeim markmiðum sem hún setur grunnskólum. Hún á að spegla skólastarfið í Langholtsskóla eins og það er, sérkenni skólans og aðstæður. Námskráin er því eins og skólastarfið í Langholtsskóla í sífelldri þróun og tekur í framtíðinni breytingum samkvæmt því. 

Almennan hluta námskrárinnar er að finna í starfsáætlun skólans á heimasíðu. Kennsluáætlanir breytast frá ári til árs og innihalda upplýsingar um það námsefni sem notað er hverju sinni, tímaáætlanir, verkefni og vægi mismunandi þátta námsgreinarinnar í námsmati. Í námskrárhlutanum er svo að finna þau markmið/hæfniviðmið sem við sækjumst eftir að ná í mismunandi greinum og árgöngum. Unnið er að innleiðingu nýrrar Aðalnámskrár sem kom endanlega út árið 2013 í samræmi við breytta menntastefnu. 

 

Skólaárið 2017-2018 - unglingadeild
Í unglingadeild er lögð áhersla á að nemendur beri aukna ábyrgð á námi sínu. Ætlast er til að nemendur sýni sjálfstæði í vinnubrögðum, nýti sér upplýsingar um heimanám, próf og verkefnaskil á http://mentor.is/ og auðvitað að mæta með réttar bækur og gögn í skólann. Námsumhverfi á vef er notað í mörgum námsgreinum og allir nemendur fá netfang hjá Langholtsskóla og aðgang að Google Classroom umhverfi. Áhersla er lögð á rétt allra til að stunda nám sitt í friði án utanaðkomandi truflana.
Við gerð námsáætlana er miðað við hæfniviðmið sem tilgreind eru í Aðalnámskrá grunnskóla. Námsáætlanir eru aðgengilegar á heimasíðu skólans og á mentor.is.Í öllum árgöngum unglingadeildar verður námsmati hagað samkvæmt matsviðmiðum aðalnámskrárinnar og einkunnir gefnar í bókstöfum eða með umsögn.
Fyrir góða ástundun fá nemendur sérstaka viðurkenningu í lok haustannar og svo aftur í lok vorannar. Hægt er að fylgjast með ástundun, heimanámi, námsmati o.fl. frá degi til dags á mentor.is.
Samtími er sameiginlegur tími að loknum lífsleiknitíma kl. 13.50 – 15.20 á fimmtudögum þar sem allir unglingabekkirnir eru lausir á sama tíma. Samtími er nýttur fyrir ýmsar uppákomur, s.s. verkefnakynningar, leiksýningar, fræðslufyrirlestra, ferðir og ýmis verkefni hvers árgangs fyrir sig. Dagskrá samtíma er skráð á heimasíðu skólans og auglýst á auglýsingatöflu í anddyri unglingadeildar. Samtímar eru að jafnaði aðra hverja viku en það getur verið breytilegt. Skyldumæting er í samtíma og bera nemendur ábyrgð á að kynna sér dagskrá hvers tíma og mæta á réttum stað og stund.
Í unglingadeildinni er mikið og gott félagslíf sem flestir taka virkan þátt í. Nemendaráð skólans starfar í nánu samstarfi við Þróttheima. Allir nemendur sem gefa kost á sér til starfa að félagsmálum fá tækifæri til þess. Hefðbundnar uppákomur eru m.a. haustgönguferðin og Rósaballið, Skrekkur, jólaballið, spurningakeppni grunnskólanna, skólahreysti, árshátíðin og lokaballið. Auk þessa eru ýmiss konar skemmtanir og böll yfir skólaárið. Bekkjarkvöld á vegum umsjónarkennara eru haldin einu sinni á ári.

8. bekkur
Skólaárið 2017-2018 eru þrjár bekkjardeildir í 8. bekk og fjöldi nemenda er samtals 56. Umsjónarkennarar eru Emil Gunnarsson í 8. EG, Guðmundur Helgi Helgason í 8. GHH og Sigrún Gestsdóttir í 8. SG.

9. bekkur
Í 9. bekkjum er 51 nemandi í tveimur bekkjardeildum. Umsjónarkennarar eru Dögg Lára Sigurgeirsdóttir í 9. DLS og Lilja Berglind Benónýsdóttir í 9. LB.  

10. bekkur
Í 10. bekkjum eru 39 nemendur í tveimur bekkjardeildum. Umsjónarkennarar eru Hjalti Halldórsson í 10. HH og Sandra Ýr Andrésdóttir í 10. SA.
Námsver er starfrækt í unglingadeild þar sem veitt er sérkennsla og stuðningur í námi. Kennari þar er Guðrún Ása Jóhannsdóttir. 
Undir lok skólaársins vinna nemendur 10. bekkja að sérstökum vorverkefnum í stað hefðbundins bóknáms. Nemendur koma sjálfir með tillögur að verkefnum sem þeir vinna í litlum hópum undir leiðsögn kennara. Markmið þessara verkefna er að auka sjálfstæði og veita nemendum tækifæri til að njóta og skapa í námi undir leiðsögn kennara.
Nemendur 10. bekkja fá að kynnast þeim námsleiðum sem eru í boði eftir grunnskólann. Framhaldsskólar halda kynningar og opin hús á vorönn þar sem kynnt er það nám sem í boði er. Námsráðgjafi skólans sér um að upplýsa nemendur og foreldra um kynningar á framhaldsnámi. Námsráðgjafi tekur einstaklingsviðtöl við alla tíundu bekkinga þar sem farið er yfir nám og stöðu og hugað að framtíðinni. Námsráðgjafinn heldur auk þess stutt námskeið í námstækni og er alltaf tilbúinn að leiðbeina þeim sem á þurfa að halda.

Ráðgert er að fara í þriggja daga uppskeruferð samkvæmt venju undir lok 10. bekkjar. Ferðin er undirbúin í samvinnu kennara og foreldra.

 

Upplýsingamennt

1. bekkur - UPPLÝSINGAMENNT
Á skólasafni eru kenndir þeir hlutar upplýsingamenntar sem nefndir eru upplýsingalæsi og menningarlæsi.  Upplýsingalæsi er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, en menningarlæsi er skilgreint sem hæfni til að njóta menningar og vilji til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á skapandi og siðrænan hátt.
Vegna þess hversu inntak greinarinnar er bundið öðrum námsgreinum skólans er lögð megináhersla á áfangamarkmiðin í aðalnámskrá. Í skólanámskrá Langholtsskóla eru sett fram þrepamarkmið til að lýsa mögulegu skipulagi og stígandi í kennslu upplýsingamenntar sem eru jafnframt áfangamarkmið við lok 4., 7. og 10. bekkja ásamt lokamarkmiðum í greininni.
Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein, og kennd í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er því á samvinnu kennara að gerð kennsluáætlana, en hlutverk kennara í upplýsingamennt er ýmist að vera til staðar á skólasafni, í tölvuveri eða samvinna með öðrum kennurum.

Markmið
Upplýsingalæsi
Nemandi
 • komi reglulega á skólasafnið og viti hvar það er í skólanum
 • læri meðferð bóka og annarra gagna
 • geti fundið bækur og önnur gögn sem ætluð eru yngstu notendum
 • skólasafnsins
 • fái lánuð gögn og hafi kynnst útlánskerfi safnsins
 • hafi skoðað fræðibækur, myndefni og hljóðritað efni og efni af
 • margmiðlunardiskum og Neti
 
Menningarlæsi
Nemandi
 • hlýði á tölu/upplestur um tiltekið efni og taki þátt í umræðum um það
 • geti hlustað, einbeitt sér og rakið efni sögu í stórum dráttum
 
Tæknilæsi
Nemandi
·         temji sér ákveðnar umgengnisreglur í tölvustofum og tölvuverum
·         geti notað kennsluforrit sem hæfa þessum aldurshópi
·         geti beitt tölvumús við tölvuvinnslu
 
Nám og kennsla (bókasafn)
Nemendur 1. bekkjar koma á skólasafnið vikulega, hálfur bekkur í senn, strax frá upphafi skólagöngu. Þar fræðast þeir um meðferð bóka og fá lánaðar bækur heim.  Þeir skrá útlán sín sjálfir með útlánakortum sínum.  Einnig koma þeir á opnunartíma safnsins til að fá lánaðar bækur eða skila þeim.
Meginviðfangsefni í 1. bekk er að nemendur átti sig á skiptingu bóka í skáldrit og fræðirit, ásamt því að þeir kynnast þekktum persónum í barnabókum og höfundum þeirra.  Þannig er reynt að vekja forvitni þeirra varðandi bækur og styðja við frjálsan lestur í upphafi lestrarnáms.  Einnig fá nemendur svigrúm til að skoða fræðibækur af ýmsum toga.
Rithöfundur kemur í heimsókn og les úr verkum sínum amk. einu sinni á skólaárinu.
Nám og kennsla (smiðja)
Nemendur koma með umsjónarkennara og læra að ræsa tölvuna og skrá sig með notendanafni og aðgangsorði í tölvuna. Farið í grunnatriði varðandi vinnslu með músinni og lyklaborðinu og unnið í ýmsum kennsluforritum.

2. bekkur - UPPLÝSINGAMENNT
Á skólasafni eru kenndir þeir hlutar upplýsingamenntar sem nefndir eru upplýsingalæsi og menningarlæsi.  Upplýsingalæsi er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, en menningarlæsi er skilgreint sem hæfni til að njóta menningar og vilji til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á skapandi og siðrænan hátt.
Vegna þess hversu inntak greinarinnar er bundið öðrum námsgreinum skólans er lögð megináhersla á áfangamarkmiðin í aðalnámskrá. Í skólanámskrá Langholtsskóla eru sett fram þrepamarkmið til að lýsa mögulegu skipulagi og stígandi í kennslu upplýsingamenntar sem eru jafnframt áfangamarkmið við lok 4., 7. og 10. bekkja ásamt lokamarkmiðum í greininni.
Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein, og kennd í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er því á samvinnu kennara að gerð kennsluáætlana, en hlutverk kennara í upplýsingamennt er ýmist að vera til staðar á skólasafni, í tölvuveri eða samvinna með öðrum kennurum.

Markmið
Upplýsingalæsi
Nemandi
·         átti sig á muninum á skáldsögum og fræðiefni og viti hvar gögnin eru
·         geymd í safninu
·         kunni að leita í léttum orðabókum
·         geti fundið lykilorð í einföldum texta og endursagt aðalatriði
·         geti mótað spurningar og leitað svara í léttum fræðibókum
·         læri á útlánakerfi safnsins
·         læri að leita að efni á margmiðlunardiskum og á Neti við hæfi þessa
     aldurshóps
 
Menningarlæsi
Nemandi
 • komi reglulega á skólasafnið og fylgist með sögustundum
 • hafi reglulega fengið lánuð gögn á skólasafninu
 • hafi fengið kynningu á ýmsum tegundum bókmennta, s.s. þjóðsögum,
 • ævintýrum og ljóðum
 • þekki nokkra íslenska barnabókahöfunda
 
Tæknilæsi
Nemandi
·         temji sér ákveðnar umgengnisreglur í tölvustofum og tölvuverum
·         geti notað kennsluforrit sem hæfa þessum aldurshópi
·         geti beitt tölvumús við tölvuvinnslu

Nám og kennsla (bókasafn)
Nemendur koma á safnið vikulega, hálfur bekkur í senn, en að auki á opnunartíma safnsins til að fá lánaðar bækur eða skila þeim.  Þeir skrá útlán sín sjálfir í afgreiðslu safnsins.
Í 2. bekk er farið nánar yfir mun á skáldritum og fræðiritum, og hvar þessi gögn eru geymd á safninu.  Nemendum kynnt lítillega röðun skáldrita og nöfn hinna ýmsu hluta bóka, en einnig eru léttar orðabækur notaðar.  Verulegur tími fer í lestrarhvatningu til að styðja við lestrarnám.  Einnig er farið í grunnatriði í framsögn og upplestri. Nemendur kynnast einfaldri leit á Veraldarvefnum og efni á margmiðlunardiskum eftir því sem tök eru á.
Rithöfundur kemur í heimsókn og les úr verkum sínum amk. einu sinni á skólaárinu.
Nám og kennsla (smiðja)
Nemendur læri frekar á lyklaborðið og halda áfram að vinna í kennsluforritum.

3. bekkur - UPPLÝSINGAMENNT
Á skólasafni eru kenndir þeir hlutar upplýsingamenntar sem nefndir eru upplýsingalæsi og menningarlæsi.  Upplýsingalæsi er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, en menningarlæsi er skilgreint sem hæfni til að njóta menningar og vilji til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á skapandi og siðrænan hátt.
Vegna þess hversu inntak greinarinnar er bundið öðrum námsgreinum skólans er lögð megináhersla á áfangamarkmiðin í aðalnámskrá. Í skólanámskrá Langholtsskóla eru sett fram þrepamarkmið til að lýsa mögulegu skipulagi og stígandi í kennslu upplýsingamenntar sem eru jafnframt áfangamarkmið við lok 4., 7. og 10. bekkja ásamt lokamarkmiðum í greininni.
Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein, og kennd í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er því á samvinnu kennara að gerð kennsluáætlana, en hlutverk kennara í upplýsingamennt er ýmist að vera til staðar á skólasafni, í tölvuveri eða samvinna með öðrum kennurum.

Markmið
Upplýsingalæsi
Nemandi
·       læri grunnatriði um uppröðun skáldrita
·      þekki hlutverk einstakra hluta bókar, s.s. bókarkápu, kjalar, titilblaðs,
·      efnisyfirlits, atriðisorðaskrár
·      geti leitað eftir efnisyfirliti og atriðisorðaskrá
·      kunni að nota orðabækur
·      kunni að leita á margmiðlunardiskum eftir efnisorðum eða myndum
·      geti leitað eftir efnisorðum á Netinu eða vef skólans
·      geti fundið lykilorð í texta og endursagt aðalatriði
·      læri grunnatriði í heimildavinnu; það felur í sér að nemandi geti
·      mótað spurningar út frá efni
·      nálgast þau gögn sem þarf að nota
·      aflað heimilda, flokkað, greint og varðveitt á skipulegan hátt
·      unnið úr upplýsingum og raðað saman efni þannig að það myndi
·      eina heild
·      gert grein fyrir niðurstöðum sínum
·      skráð heimildir
 
Menningarlæsi
Nemandi
·         þekki mismunandi tegundir bókmennta, s.s. ævintýri, þjóðsögur, ljóð,
·         þulur, myndabækur, skáldsögur og teiknimyndasögur
·         hafi kynnst íslenskum og erlendum barnabókahöfundum og verkum
·         þeirra
·         hafi reglulega fengið lánaðar bækur og önnur gögn á skólasafninu
·         þekki helstu söfn í næsta nágrenni við skólann
 
Tæknilæsi
Nemandi
·         temji sér ákveðnar umgengnisreglur í tölvustofum og tölvuverum
·         geti notað kennsluforrit sem hæfa þessum aldurshópi
·         geti beitt tölvumús við tölvuvinnslu
·         geti ritað texta í ritvinnslu
·         kunni að nota ákveðna sérlykla á lyklaborði, s.s. að eyða texta, leiðrétta texta og rita stóra stafi
·         geti nýtt sér efni af margmiðlunardiskum eða Neti sem hæfir þessum aldurshópi
  
Nám og kennsla (bókasafn)
Kennarar bóka tíma á skólasafninu í tengslum við verkefni. Nemendur koma á  opnunartíma safnsins til að fá lánaðar bækur eða skila þeim.  Þeir skrá útlán sín sjálfir í afgreiðslu safnsins.
Nemendur læra grunnatriði um röðun skáldrita ásamt því að rifjuð eru upp heiti bókarhluta og skipting í skáldrit og fræðirit.  Þeir kynnast einfaldri leit á Veraldarvef og efni á margmiðlunardiskum.  Verulegur hluti tímans fer í að hvetja nemendur til lestrar, m.a. með því að kynna þeim nýjar bækur, höfunda og hinar ýmsu greinar bókmennta.   Rithöfundur kemur í heimsókn á safnið amk. einu sinni á skólaárinu.
Nám og kennsla (smiðja)
Umsjónarkennarar vinna með nemendum í tölvusmiðju mismunandi verkefni. Nemendur vinna í kennsluforritum og læra grunnatriði í ritvinnslu.

4. bekkur - UPPLÝSINGAMENNT
Á skólasafni eru kenndir þeir hlutar upplýsingamenntar sem nefndir eru upplýsingalæsi og menningarlæsi.  Upplýsingalæsi er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, en menningarlæsi er skilgreint sem hæfni til að njóta menningar og vilji til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á skapandi og siðrænan hátt.
Vegna þess hversu inntak greinarinnar er bundið öðrum námsgreinum skólans er lögð megináhersla á áfangamarkmiðin í aðalnámskrá. Í skólanámskrá Langholtsskóla eru sett fram þrepamarkmið til að lýsa mögulegu skipulagi og stígandi í kennslu upplýsingamenntar sem eru jafnframt áfangamarkmið við lok 4., 7. og 10. bekkja ásamt lokamarkmiðum í greininni.
Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein, og kennd í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er því á samvinnu kennara að gerð kennsluáætlana, en hlutverk kennara í upplýsingamennt er ýmist að vera til staðar á skólasafni, í tölvuveri eða samvinna með öðrum kennurum.

Markmið
Upplýsingalæsi
Nemandi
·         viti að fræðsluefni á skólasafninu er flokkað eftir ákveðnu kerfi (Dewey)
·         læri að nota efnisyfirlit og skrár, s.s atriðisorðaskrá og nafnaskrá í
       fræðibókum
·         geti unnið að verkefnum úr fræðibókum og lesið einföld kort, gröf og
       töflur
 
Menningarlæsi
Nemandi á að
·         hafa fengið reglulega lánaðar bækur og önnur gögn á skólasafninu sem
       styðja nám og lesskilning og hafa mótað lestrarvenjur og þekkingarleit
·         til framtíðar
·         þekkja nokkuð til helstu íslenskra og erlendra barnabókahöfunda og
·         verka þeirra og geta sett upp sýningar í tengslum við verkefni eða þema
·         þekkja söfn í heimabyggð sinni
 
Tæknilæsi
Nemandi
·         temji sér ákveðnar umgengnisreglur í tölvustofum og tölvuverum
·         kunni að nota ákveðna sérlykla á lyklaborði, s.s. að eyða texta, leiðrétta texta og rita stóra stafi
·         geti nýtt sér efni af margmiðlunardiskum eða Neti sem hæfir þessum aldurshópi
·         fái þjálfun í fingrasetningu á tölvu
·         geti skeytt myndum inn í texta á tölvutæku formi
 
Nám og kennsla (bókasafn)
Kennarar bóka tíma á skólasafninu í tengslum við verkefni. Nemendur koma á opnunartíma safnsins til að fá lánaðar bækur eða skila þeim.  Þeir skrá útlán sín sjálfir í afgreiðslu safnsins.
Nemendur þekkja nú grunnatriði um röðun skáldrita og fræðirita og vinna verkefni sem tengjast ritunum. Þeir kynnast einfaldri leit á Veraldarvef og efni á margmiðlunardiskum. Verulegum tíma er varið í að hvetja nemendur til lestrar, m.a. með því að kynna þeim nýjar bækur, höfunda og hinar ýmsu greinar bókmennta. Einnig er farið yfir grunnatriði í framsögn og upplestri.
Rithöfundur kemur í heimsókn á safnið amk. einu sinni á skólaárinu og bekkjardeildir heimsækja Sólheimaútibú Borgarbókasafnsins á haustönn
Nám og kennsla (smiðja)
Umsjónarkennari vinnur með nemendum og farið er dýpra í ritvinnslu. Nemendur læra að nota veraldarvefinn sem upplýsingaveitu.

5. bekkur - UPPLÝSINGAMENNT
Á skólasafni eru kenndir þeir hlutar upplýsingamenntar sem nefndir eru upplýsingalæsi og menningarlæsi.  Upplýsingalæsi er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, en menningarlæsi er skilgreint sem hæfni til að njóta menningar og vilji til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á skapandi og siðrænan hátt.
Vegna þess hversu inntak greinarinnar er bundið öðrum námsgreinum skólans er lögð megináhersla á áfangamarkmiðin í aðalnámskrá. Í skólanámskrá Langholtsskóla eru sett fram þrepamarkmið til að lýsa mögulegu skipulagi og stígandi í kennslu upplýsingamenntar sem eru jafnframt áfangamarkmið við lok 4., 7. og 10. bekkja ásamt lokamarkmiðum í greininni.
Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein, og kennd í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er því á samvinnu kennara að gerð kennsluáætlana, en hlutverk kennara í upplýsingamennt er ýmist að vera til staðar á skólasafni, í tölvuveri eða samvinna með öðrum kennurum.

Markmið
Upplýsingalæsi
Nemandi á að
·         geta leitað að gögnum eftir flokkunarkerfi skólasafnsins (Dewey)
·         kunna á leitar- og útlánskerfi safnsins
·         kunna að leita í helstu handbókum, alfræðiorðabókum, fræðibókum og
·         margmiðlunardiskum
·         þekkja helstu leitarmöguleika á Netinu
·         geta fundið lykilorð í texta
 
Menningarlæsi
Nemandi á að
·         þekkja helstu íslenska rithöfunda og verk þeirra
·         kynnast helstu greinum á sviði lista, vísinda, tækni og verkgreina í
       gegnum miðla skólasafnsins
·         vita að til eru lög um höfundarrétt og skilja þýðingu þeirra við vinnu
        með upplýsingar
 
Tæknilæsi
Nemandi
·         kunni að nota ákveðna sérlykla á lyklaborði, s.s. að eyða texta, leiðrétta texta og rita stóra stafi
·         geti nýtt sér efni af margmiðlunardiskum eða Neti sem hæfir þessum aldurshópi
·         fái þjálfun í fingrasetningu á tölvu
·         geti skeytt myndum inn í texta á tölvutæku formi
·         geti búið til möppur og skipulagt skjöl sín á heimasvæði
·         læri að nota tölvupóst og geti sent skjöl með tölvupóstinum
·         læri að nota stafrænar myndavélar og vinna með myndirnar á tölvutæku formi
·         kynnist einföldum klippiforritum til að klippa saman myndbönd
·         geti notað og viðhaldið notendahugbúnaði, s.s. ritvinnslu-, teikni- og myndvinnsluforritum og töflureikni
·         geti meðhöndlað tæki og tól s.s. myndavélar, upptökuvélar og þá hluti sem þeim fylgja.
 
Nám og kennsla (bókasafn)
Kennarar bóka tíma á skólasafninu í tengslum við verkefni. Að auki koma nemendur á opnunartíma safnsins til að fá lánaðar bækur eða skila þeim.  Nemendur skrá útlán sín sjálfir í Gegni, landskerfi bókasafna.
Rithöfundur kemur í heimsókn á safnið á skólaárinu, og nemendum eru kynntar nýjar bækur, lesið úr þeim og sagt frá höfundum.  Einnig er farið yfir grundvallaratriði í framsögn og upplestri.
Á vorönn er unnið verkefni sem nefnist “Lestrarbingó” og byggir á samvinnu umsjónarkennara og skólasafnskennara. Í verkefninu eiga nemendur að vinna verkefni sem fela í sér lestur á ýmsu efni, þ.e. skáldsögu, myndasögu, þjóðsögu, tveimur fræðiritum, ljóði,  tímariti og vefsíðu, ásamt umfjöllun um orðtök og málshætti. 
Nám og kennsla (smiðja)
Tölvuvinnsla nemenda fer að mestu leyti fram í Smiðju skólans þar sem umsjónarkennari og nemendur fá aðstoð frá smiðjustjóra varðandi ýmis verkefni s.s. ritvinnsla, skjásýningar, stuttmyndir, leirmyndir, teiknimyndir o.fl.
Verkefni nemenda eru samþætt öðrum námsgreinum þar sem nemendur læra að velja og nota ýmis konar hugbúnað til að leysa verkefni. Veraldarvefurinn er mikið notaður sem upplýsingaveita í ýmsum verkefnum. 

6. bekkur - UPPLÝSINGAMENNT
Á skólasafni eru kenndir þeir hlutar upplýsingamenntar sem nefndir eru upplýsingalæsi og menningarlæsi.  Upplýsingalæsi er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, en menningarlæsi er skilgreint sem hæfni til að njóta menningar og vilji til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á skapandi og siðrænan hátt.
Vegna þess hversu inntak greinarinnar er bundið öðrum námsgreinum skólans er lögð megináhersla á áfangamarkmiðin í aðalnámskrá. Í skólanámskrá Langholtsskóla eru sett fram þrepamarkmið til að lýsa mögulegu skipulagi og stígandi í kennslu upplýsingamenntar sem eru jafnframt áfangamarkmið við lok 4., 7. og 10. bekkja ásamt lokamarkmiðum í greininni.
Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein, og kennd í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er því á samvinnu kennara að gerð kennsluáætlana, en hlutverk kennara í upplýsingamennt er ýmist að vera til staðar á skólasafni, í tölvuveri eða samvinna með öðrum kennurum.

Markmið
Upplýsingalæsi
Nemandi á að
·         geta leitað að gögnum eftir flokkunarkerfi skólasafnsins (Dewey)
·         kunna á leitar- og útlánskerfi safnsins
·         kunna að leita í helstu handbókum, alfræðiorðabókum, fræðibókum og
       margmiðlunardiskum
·         þekkja helstu leitarmöguleika á Netinu
·         geta fundið lykilorð í texta
·         kunna að skipuleggja heimildavinnu;
         það felur í sér að nemandi geti mótað spurningar út frá efni og skilgreint hvaða
         upplýsinga er þörf, valið upplýsingaveitur, aflað heimilda, flokkað og greint þær,
         varðveitt heimildir á skipulegan hátt, unnið úr upplýsingum og gert grein fyrir                    niðurstöðum sínum
·         skráð heimildalista
·         vitnað í heimildir
 
Menningarlæsi
Nemandi á að
·         þekkja helstu íslenska rithöfunda og verk þeirra
·         kynnast helstu greinum á sviði lista, vísinda, tækni og verkgreina í
·         gegnum miðla skólasafnsins
·         vita að til eru lög um höfundarrétt og skilja þýðingu þeirra við vinnu
·         með upplýsingar
 
Tæknilæsi
Nemandi
·         geti skeytt myndum inn í texta á tölvutæku formi
·         geti búið til möppur og skipulagt skjöl sín á heimasvæði
·         læri að nota tölvupóst og geti sent skjöl með tölvupóstinum
·         læri að nota stafrænar myndavélar og vinna með myndirnar á tölvutæku formi
·         kynnist einföldum klippiforritum til að klippa saman myndbönd
·         geti notað og viðhaldið notendahugbúnaði, s.s. ritvinnslu-, teikni- og myndvinnsluforritum og töflureikni
·         geti meðhöndlað tæki og tól s.s. myndavélar, upptökuvélar og þá hluti sem þeim fylgja og nýtt sér upptökuforrit við hljóðvinnslu
 
Nám og kennsla (bókasafn)
Kennarar bóka tíma á skólasafninu í tengslum við verkefni. Að auki koma nemendur á opnunartíma safnsins til að fá lánaðar bækur eða skila þeim.  Nemendur skrá útlán sín sjálfir í Gegni, landskerfi bókasafna.
Rithöfundur kemur í heimsókn á safnið á skólaárinu. Nemendum eru kynntar nýjar bækur, lesið úr þeim og sagt frá höfundum.  Einnig er farið yfir grunnatriði í framsögn og upplestri.
Á vorönn er unnið verkefni um heimildavinnu og frágang heimildaritgerða, þar sem farið er yfir tegundir fræðibóka, heimildir og skráningu þeirra, uppsetningu ritgerða, frágang og forsíðugerð.

Nám og kennsla (smiðja)
Tölvuvinnsla nemenda fer að mestu leyti fram í Smiðju skólans þar sem umsjónarkennari og nemendur fá aðstoð frá smiðjustjóra varðandi ýmis verkefni s.s. ritvinnsla, skjásýningar, stuttmyndir, leirmyndir, teiknimyndir o.fl.
Verkefni nemenda eru samþætt öðrum námsgreinum þar sem nemendur læra að velja og nota ýmis konar hugbúnað til að leysa verkefni. Veraldarvefurinn er mikið notaður sem upplýsingaveita í ýmsum verkefnum. 

7. bekkur - UPPLÝSINGAMENNT
Á skólasafni eru kenndir þeir hlutar upplýsingamenntar sem nefndir eru upplýsingalæsi og menningarlæsi.  Upplýsingalæsi er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, en menningarlæsi er skilgreint sem hæfni til að njóta menningar og vilji til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á skapandi og siðrænan hátt.
Vegna þess hversu inntak greinarinnar er bundið öðrum námsgreinum skólans er lögð megináhersla á áfangamarkmiðin í aðalnámskrá. Í skólanámskrá Langholtsskóla eru sett fram þrepamarkmið til að lýsa mögulegu skipulagi og stígandi í kennslu upplýsingamenntar sem eru jafnframt áfangamarkmið við lok 4., 7. og 10. bekkja ásamt lokamarkmiðum í greininni.
Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein, og kennd í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er því á samvinnu kennara að gerð kennsluáætlana, en hlutverk kennara í upplýsingamennt er ýmist að vera til staðar á skólasafni, í tölvuveri eða samvinna með öðrum kennurum.

Markmið
Upplýsingalæsi
Nemandi á að
·         geta leitað að gögnum eftir flokkunarkerfi skólasafnsins (Dewey)
·         kunna á leitar- og útlánskerfi safnsins
·         kunna að leita í helstu handbókum, alfræðiorðabókum, fræðibókum og
       margmiðlunardiskum
·         þekkja helstu leitarmöguleika á Netinu
·         hafa tök á leitarlestri – yfirlitslestri – ítarlestri við heimildaöflun
·         geta fundið lykilorð í texta
·         geta sett saman eigin stiklutexta með viðeigandi efnisskipan og
       tengingum
·         geta lesið úr tölfræðilegum upplýsingum í mismunandi framsetningu
·         kunna að skipuleggja heimildavinnu; það felur í sér að nemandi geti
         mótað spurningar út frá efni og skilgreint hvaða upplýsinga er þörf
         valið upplýsingaveitur, aflað heimilda, flokkað og greint þær
         varðveitt heimildir á skipulegan hátt, unnið úr upplýsingum
         gert grein fyrir niðurstöðum sínum
         skráð heimildalista
         vitnað í heimildir
 
Menningarlæsi
Nemandi á að
·         þekkja helstu íslenska rithöfunda og verk þeirra
·         kynnast helstu greinum á sviði lista, vísinda, tækni og verkgreina í
·         gegnum miðla skólasafnsins
·         vita að til eru lög um höfundarrétt og skilja þýðingu þeirra við vinnu
·         með upplýsingar
·         sýna skilning á siðferðislegri ábyrgð sinni við framsetningu efnis á vef
·         og sambærilegum miðlum svo sem tölvuráðstefnum og í tölvupóst
 
Tæknilæsi
Nemandi
·         geti skeytt myndum inn í texta á tölvutæku formi
·         geti búið til möppur og skipulagt skjöl sín á heimasvæði
·         læri að nota tölvupóst og geti sent skjöl með tölvupóstinum
·         læri að nota stafrænar myndavélar og vinna með myndirnar á tölvutæku formi
·         kynnist einföldum klippiforritum til að klippa saman myndbönd
·         geti notað og viðhaldið notendahugbúnaði, s.s. ritvinnslu-, teikni- og myndvinnsluforritum og töflureikni
·         geti meðhöndlað tæki og tól s.s. myndavélar, upptökuvélar og þá hluti sem þeim fylgja og geti nýtt sér upptökuforrit við hljóðvinnslu. 
 
Nám og kennsla (bókasafn)
Nemendur 7. bekkjar hafa ekki fastan tíma á skólasafni.  Þangað koma þeir í leit að lesefni í tengslum við frjálsan lestur og lestur í bekkjardeildum og annast þá sjálfir skráningu útlána í afgreiðslu safnsins.
Stóra upplestrarkeppnin er í umsjón safnkennara og umsjónarkennara 7. bekkja, sem aðstoða nemendur við undirbúning.
Rithöfundur kemur í heimsókn á skólaárinu og les úr verkum sínum.
 
Nám og kennsla (smiðja)
Tölvuvinnsla nemenda fer að mestu leyti fram í Smiðju skólans þar sem umsjónarkennari og nemendur fá aðstoð frá smiðjustjóra varðandi ýmis verkefni s.s. ritvinnsla, skjásýningar, stuttmyndir, leirmyndir, teiknimyndir o.fl.
Verkefni nemenda eru samþætt öðrum námsgreinum þar sem nemendur læra að velja og nota ýmis konar hugbúnað til að leysa verkefni. Veraldarvefurinn er mikið notaður sem upplýsingaveita í ýmsum verkefnum. 
 
8. bekkur - UPPLÝSINGAMENNT
Á skólasafni eru kenndir þeir hlutar upplýsingamenntar sem nefndir eru upplýsingalæsi og menningarlæsi.  Upplýsingalæsi er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, en menningarlæsi er skilgreint sem hæfni til að njóta menningar og vilji til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á skapandi og siðrænan hátt.
Vegna þess hversu inntak greinarinnar er bundið öðrum námsgreinum skólans er lögð megináhersla á áfangamarkmiðin í aðalnámskrá. Í skólanámskrá Langholtsskóla eru sett fram þrepamarkmið til að lýsa mögulegu skipulagi og stígandi í kennslu upplýsingamenntar sem eru jafnframt áfangamarkmið við lok 4., 7. og 10. bekkja ásamt lokamarkmiðum í greininni.
Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein, og kennd í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er því á samvinnu kennara að gerð kennsluáætlana, en hlutverk kennara í upplýsingamennt er ýmist að vera til staðar á skólasafni, í tölvuveri eða samvinna með öðrum kennurum.

Markmið
Upplýsingalæsi
Nemandi á að
·         kunna flókna leit í mismunandi leitarvefjum
·         geta leitað að tímaritsgreinum og dagblaðsgreinum
·         kunna að leita í tölvuskrám annarra safna, s.s. almenningsbókasafna og
·         gagnabanka
·         kunna að afla heimilda;
       það felur í sér að nemendi geti flokkað og metið þær á gagnrýninn hátt með tilliti til
       áreiðanleika þeirra, metið eigin niðurstöður og gert grein fyrir niðurstöðum sínum
       með miðlum upplýsingatækninnar
 
Menningarlæsi
Nemandi á að
·         þekkja tengsl upplýsinga og tjáningarfrelsis
·         hafa skilning á gildi upplýsingatækni sem miðils í lýðræðisþjóðfélagi
·         hafa mótaða skoðun á gildi upplýsingatækni í viðhaldi eigin menntunar
·         þekkja sögu ritmenningar
·         skilja þýðingu höfundarréttar og þekkja inntak laga um höfundarrétt og
         persónuupplýsingar
 
Tæknilæsi
Nemandi
 • hafi haldgóða þekkingu á upplýsingaveitum á netinu
 • geti meðhöndlað tæki og tól s.s. myndavélar, upptökuvélar og þá hluti sem þeim fylgja
 • geti nýtt sér upptökuforrit við hljóðvinnslu
 
Nám og kennsla (bókasafn)
Kennarar bóka tíma á skólasafni í tengslum við verkefni.  Að auki koma nemendur á safnið í leit að lesefni í tengslum við frjálsan lestur og lestur í bekkjardeildum og annast þá sjálfir skráningu útlána í afgreiðslu safnsins.
Rithöfundur kemur í heimsókn á skólaárinu og les úr verkum sínum.
 
Nám og kennsla (smiðja)
Tölvuvinnsla nemenda fer að mestu leyti fram í Smiðju skólans þar sem umsjónarkennari og nemendur fá aðstoð frá smiðjustjóra varðandi ýmis verkefni s.s. ritvinnsla, skjásýningar, stuttmyndir, leirmyndir, teiknimyndir o.fl.
Verkefni nemenda eru samþætt öðrum námsgreinum þar sem nemendur læra að velja og nota ýmis konar hugbúnað til að leysa verkefni. Veraldarvefurinn er mikið notaður sem upplýsingaveita í ýmsum verkefnum. 

9. bekkur - UPPLÝSINGAMENNT

Á skólasafni eru kenndir þeir hlutar upplýsingamenntar sem nefndir eru upplýsingalæsi og menningarlæsi.  Upplýsingalæsi er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, en menningarlæsi er skilgreint sem hæfni til að njóta menningar og vilji til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á skapandi og siðrænan hátt.
Vegna þess hversu inntak greinarinnar er bundið öðrum námsgreinum skólans er lögð megináhersla á áfangamarkmiðin í aðalnámskrá. Í skólanámskrá Langholtsskóla eru sett fram þrepamarkmið til að lýsa mögulegu skipulagi og stígandi í kennslu upplýsingamenntar sem eru jafnframt áfangamarkmið við lok 4., 7. og 10. bekkja ásamt lokamarkmiðum í greininni.
Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein, og kennd í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er því á samvinnu kennara að gerð kennsluáætlana, en hlutverk kennara í upplýsingamennt er ýmist að vera til staðar á skólasafni, í tölvuveri eða samvinna með öðrum kennurum.

Markmið
Upplýsingalæsi
Nemandi á að
·         kunna flókna leit í mismunandi leitarvefjum
·         geta leitað að tímaritsgreinum og dagblaðsgreinum
·         kunna að leita í tölvuskrám annarra safna, s.s. almenningsbókasafna og
       gagnabanka
·         kunna að afla heimilda; það felur í sér að nemendi geti flokkað og metið þær á  gagnrýninn hátt með tilliti til áreiðanleika þeirra, metið eigin niðurstöður,
       gert grein fyrir niðurstöðum sínum með miðlum upplýsingatækninnar
 
Menningarlæsi
Nemandi á að
·         þekkja tengsl upplýsinga og tjáningarfrelsis
·         hafa skilning á gildi upplýsingatækni sem miðils í lýðræðisþjóðfélagi
·         hafa mótaða skoðun á gildi upplýsingatækni í viðhaldi eigin menntunar
·         þekkja sögu ritmenningar
·         skilja þýðingu höfundarréttar og þekkja inntak laga um höfundarrétt og
       persónuupplýsingar
·         þekkja helstu söfn á Íslandi
·         þekkja helstu greinar lista og vísinda og hvernig nálgast má efni um þær
·         á söfnum, Netinu og öðrum stofnunum þeim tengdum
 
Tæknilæsi
Nemandi
 • hafi haldgóða þekkingu á upplýsingaveitum á netinu
 • geti meðhöndlað tæki og tól s.s. myndavélar, upptökuvélar og þá hluti sem þeim fylgja
 • geti nýtt sér upptökuforrit við hljóðvinnslu
 
Nám og kennsla (bókasafn)
Kennarar bóka tíma á safni í tengslum við verkefni. Nemendur koma að auki til að sækja lesefni í tengslum við frjálsan lestur og lestur í bekkjardeildum og annast þá sjálfir skráningu útlána í afgreiðslu safnsins.
Rithöfundur kemur í heimsókn á skólaárinu og les úr verkum sínum.
 
Nám og kennsla (smiðja)
Tölvuvinnsla nemenda fer að mestu leyti fram í Smiðju skólans þar sem umsjónarkennari og nemendur fá aðstoð frá smiðjustjóra varðandi ýmis verkefni s.s. ritvinnsla, skjásýningar, stuttmyndir, leirmyndir, teiknimyndir o.fl.
Verkefni nemenda eru samþætt öðrum námsgreinum þar sem nemendur læra að velja og nota ýmis konar hugbúnað til að leysa verkefni. Veraldarvefurinn er mikið notaður sem upplýsingaveita í ýmsum verkefnum. 
 
10. bekkur - UPPLÝSINGAMENNT
Á skólasafni eru kenndir þeir hlutar upplýsingamenntar sem nefndir eru upplýsingalæsi og menningarlæsi.  Upplýsingalæsi er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt, en menningarlæsi er skilgreint sem hæfni til að njóta menningar og vilji til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á skapandi og siðrænan hátt.
Vegna þess hversu inntak greinarinnar er bundið öðrum námsgreinum skólans er lögð megináhersla á áfangamarkmiðin í aðalnámskrá. Í skólanámskrá Langholtsskóla eru sett fram þrepamarkmið til að lýsa mögulegu skipulagi og stígandi í kennslu upplýsingamenntar sem eru jafnframt áfangamarkmið við lok 4., 7. og 10. bekkja ásamt lokamarkmiðum í greininni.
Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein, og kennd í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Áhersla er því á samvinnu kennara að gerð kennsluáætlana, en hlutverk kennara í upplýsingamennt er ýmist að vera til staðar á skólasafni, í tölvuveri eða samvinna með öðrum kennurum.

Markmið
Upplýsingalæsi
Nemandi á að
·         kunna flókna leit í mismunandi leitarvefjum
·         geta leitað að tímaritsgreinum og dagblaðsgreinum
·         kunna að leita í tölvuskrám annarra safna, s.s. almenningsbókasafna og
       gagnabanka
·         kunna að afla heimilda; það felur í sér að nemendi geti
·         flokkað og metið þær á gagnrýninn hátt með tilliti til áreiðanleika
       þeirra
·         metið eigin niðurstöður
·         gert grein fyrir niðurstöðum sínum með miðlum upplýsingatækninnar
 
Menningarlæsi
Nemandi á að
·         þekkja tengsl upplýsinga og tjáningarfrelsis
·         hafa skilning á gildi upplýsingatækni sem miðils í lýðræðisþjóðfélagi
·         hafa mótaða skoðun á gildi upplýsingatækni í viðhaldi eigin menntunar
·         þekkja sögu ritmenningar
·         hafa haldgóða þekkingu á sögu tölvu- og upplýsingatækninnar fyrr og
        nú
·         skilja þýðingu höfundarréttar og þekkja inntak laga um höfundarrétt og
        persónuupplýsingar
·         þekkja helstu söfn á Íslandi
·         þekkja helstu greinar lista og vísinda og hvernig nálgast má efni um þær
       á söfnum, Netinu og öðrum stofnunum þeim tengdum
 
Tæknilæsi
Nemandi
 • hafi haldgóða þekkingu á upplýsingaveitum á netinu
·         geti meðhöndlað tæki og tól s.s. myndavélar, upptökuvélar og þá hluti sem þeim fylgja
 • geti nýtt sér upptökuforrit við hljóðvinnslu
 
Nám og kennsla (bókasafn)
Kennarar bóka tíma á safni í tengslum við verkefni. Nemendur koma einnig í leit að lesefni í tengslum við frjálsan lestur og lestur í bekkjardeildum og annast þá sjálfir skráningu útlána í afgreiðslu safnsins.
Rithöfundur kemur í heimsókn á skólaárinu og les úr verkum sínum.
 
Nám og kennsla (smiðja)
Tölvuvinnsla nemenda fer að mestu leyti fram í Smiðju skólans þar sem umsjónarkennari og nemendur fá aðstoð frá smiðjustjóra varðandi ýmis verkefni s.s. ritvinnsla, skjásýningar, stuttmyndir, leirmyndir, teiknimyndir o.fl.
Verkefni nemenda eru samþætt öðrum námsgreinum þar sem nemendur læra að velja og nota ýmis konar hugbúnað til að leysa verkefni. Veraldarvefurinn er mikið notaður sem upplýsingaveita í ýmsum verkefnum. 

Lokamarkmið í upplýsingamennt
Upplýsingalæsi
Nemandi
·         geti skilgreint hvaða upplýsinga er þörf í tengslum við ákveðin
       viðfangsefni
·         geti nýtt sér flokkunar- og leitaraðferðir til að staðsetja og sækja
       upplýsingar
·         geti flokkað, metið og valið viðeigandi upplýsingar í samræmi við
       viðfangsefni
·         geti varðveitt upplýsingar á skipulegan hátt
·         geti metið, túlkað og hagnýtt upplýsingar til að svara ákveðnum
        spurningum eða leysa ákveðin vandamál
·         geti sett upplýsingar fram í samræmi við inntak og markmið
·         viðfangsefnisins og miðlað þeim til annarra
 
Menningarlæsi
Nemandi
·         geri sér grein fyrir siðferðislegri og lagalegri ábyrgð sem fylgir því að
       vinna með upplýsingar og hafi tileinkað sér tilhlýðilegar venjur og
·         reglur þar um
·         geri sér grein fyrir sérstöku eðli samskipta í netheimi
·         hafi þjálfað upp samskiptahæfni sína í netheimi
·         geri sér grein fyrir hvaða þættir hafa áhrif á upplýsingastreymi í
       þjóðfélaginu og geti sett þá í sögulegt og félagslegt samhengi
·         átti sig á menningarlegu gildi upplýsinga og sýni áhuga á að njóta hinna
       margvíslegu forma sem fólk notar til að tjá hugsanir sínar og tilfinningar, s.s.
       bókmennta, lista og vísinda
 
Tæknilæsi
Nemandi
 • hafi haldgóða þekkingu á upplýsingaveitum á netinu
·         geti meðhöndlað tæki og tól s.s. myndavélar, upptökuvélar og þá hluti sem þeim fylgja
 • geti nýtt sér upptökuforrit við hljóðvinnslu
 • geti nýtt sér þann hugbúnað við hæfi sem til er sama hvert verkefnið er
 

Fleiri greinar...