10155106675952653 69417028 n
10154772114387653 1555523778 o
10155106675932653 380676205 o-
10154772114467653 1178256307 o

Mentor

Matseðill

Skóladagatal

Mötuneyti Langholtsskóla

Boðið er upp á hádegisverð í áskrift fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans.

Meginmarkmið mötuneytisins er að bjóða hollan og næringarríkan mat í samræmi við stefnu Manneldisráðs. Vatn er borið fram með matnum.

Eingöngu er boðið upp á áskrift, þ.e. matur alla daga vikunnar. Nemendur sem ekki kaupa máltíðir í mötuneytinu borða nesti sitt þar í hádeginu. 

Greiðsla er send í heimabanka, nema óskað er sérstaklega eftir því. Ef óskað er eftir því að fá sendan greiðsluseðil þá þarf að hringja í 411-1111. Gjalddagi verður 5. hvers mánaðar. Ef ekki er greitt fyrir eindaga, 15. hvers mánaðar, verður afgreiðsla stöðvuð. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa um hver mánaðarmót ef henni hefur ekki verið sagt upp skriflega á skristofu fyrir 15. hvers mánaðar.

Hádegisverður í áskrift kostar 463 kr. frá 1. október 2016.  Mánaðargjald er 9.270 kr.• Frímínútur unglingadeildar kl. 9.30-9.50:

  • Ókeypis hafragrautur í boði skólans.  
  • Lausasala: brauð, ávextir, mjólk og safi.

8. - 10. bekkur 2013-2014

Skólaárið 2013-2014

Í unglingadeild er lögð áhersla á að nemendur beri aukna ábyrgð á námi sínu. Ætlast er til að nemendur sýni sjálfstæði í vinnubrögðum, nýti sér upplýsingar um heimanám, próf og verkefnaskil í mentor.is og auðvitað að mæta með réttar bækur og gögn í skólann. Áhersla er lögð á rétt allra til að stunda nám sitt í friði án utanaðkomandi truflana. 

Allir kennarar 4.-10. bekkja verða í vetur á námskeiði í kennsluaðferð sem heitir Orð af orði. Í því er stefnt að því að efla læsi og námsárangur nemenda. Eftir því sem fram vindur á námskeiðinu munu aðferðir Orðs af orði verða sýnilegri í skólastarfinu.  

Við námsmat er miðað við markmið sem tilgreind eru í Aðalnámskrá grunnskóla  http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/  og námsframvindu í mentor. Tilgreint er á kennsluáætlunum námsgreina hvernig námsmati er háttað.

Fyrir góða hegðun og ástundun fá nemendur sérstaka viðurkenningu í lok haustannar og svo aftur í lok vorannar. Hægt er að fylgjast með ástundun, hegðun, heimanámi, námsframvindu o.fl. frá degi til dags á Mentor. 

Samtími er sameiginlegur tími að loknum lífsleiknitíma eftir hádegi á fimmtudögum þar sem allir unglingabekkirnir eru lausir á sama tíma. Samtími er nýttur fyrir ýmsar uppákomur, s.s. verkefnakynningar, leiksýningar, fræðslufyrirlestra, ferðir og ýmis verkefni hvers árgangs fyrir sig, t.d. Clim samvinnuverkefni. Dagskrá samtíma er skráð á heimasíðu skólans og auglýst á auglýsingatöflu í anddyri unglingadeildar. Skyldumæting er í samtíma og bera nemendur ábyrgð á að kynna sér dagskrá hvers tíma og mæta á réttum stað og stund. 

Í unglingadeildinni er mikið og gott félagslíf sem flestir taka virkan þátt í. Nemendaráð skólans starfar í nánu samstarfi við Þróttheima. Allir nemendur sem gefa kost á sér til starfa að félagsmálum fá tækifæri til þess. Hefðbundnar uppákomur eru m.a. haustgönguferðin og Rósaballið, Skrekkur, jólaballið, spurningakeppni grunnskólanna, skólahreysti, árshátíðin og lokaballið. Auk þessa eru ýmiss konar skemmtanir og böll yfir skólaárið.  Bekkjarkvöld eru að jafnaði haldin einu sinni á önn og sjá foreldrar, nemendur og kennari í sameiningu um dagskrána.

8. bekkur

Skólaárið 2013-2014 eru þrjár bekkjardeildir í 8. bekk og fjöldi nemenda er samtals 63. Umsjónarkennarar eru Aðalheiður Björk Olgudóttir í 8.ABO, Sigrún Gestsdóttir í 8.SG. og Skúli Gestsson í 8.SKG.

9. bekkur
Í 9. bekkjum er 51 nemandi í tveimur bekkjardeildum. Umsjónarkennarar eru Kristín Kristmundsdóttir í 9. KK. og Margrét Hugadóttir í 9.MH.

10. bekkur
Í 10. bekkjum eru þrjár bekkjardeildir með 70 nemendum. Umsjónakennarar eru Guðbjörg Pálsdóttir í 10.GP, Ingibjörg Hauksdóttir í 10. IH og Ragnheiður Helen Eðvarðsdóttir í 10. RE.

Undir lok skólaársins vinna nemendur 10. bekkja að sérstökum vorverkefnum í stað hefðbundins bóknáms. Nemendur koma sjálfir með tillögur að verkefnum sem þeir vinna í litlum hópum undir leiðsögn kennara. Markmið þessara verkefna er að auka sjálfstæði og veita nemendum tækifæri til að njóta og skapa í námi undir leiðsögn kennara.

Nemendur 10. bekkja fá að kynnast þeim námsleiðum sem eru í boði eftir grunnskólann og farið er í heimsóknir í nokkra framhaldsskóla. Námsráðgjafi skólans tekur einstaklingsviðtöl við alla tíundu bekkinga þar sem farið er yfir nám og stöðu og hugað að framtíðinni. Námsráðgjafinn er auk þess með stutt námskeið í námstækni og er alltaf tilbúin að leiðbeina þeim sem á þurfa að halda.  
Ráðgert er að fara í þriggja daga uppskeruferð samkvæmt venju undir lok 10. bekkjar. Ferðin er undirbúin í samvinnu kennara og foreldra.

7. bekkur

Nemendur í  7. bekk í ár eru 56 talsins í þremur bekkjum. Umsjónarkennarar eru Gunnar Jarl Jónsson, Harpa Stefánsdóttir og Ingvi Sveinsson. Ingvi er búinn að kenna árganginum síðustu tvö ár en Harpa og Gunnar í eitt ár.  

Kennslustofur bekkjanna eru nú í C álmu: C 15 (7.IS), C 14 (7.HS) og C 13 (7.GJJ).

Kennsluhættir í 7. bekk verða með svipuðu sniði og tíðkast hefur í skólanum undanfarin ár. Við reynum að hafa námið sem fjölbreytilegast, notum fjölbreyttar kennsluaðferðir og tökum tillit til þess að færni nemenda liggur á ólíkum sviðum. Samvinna nemenda, skapandi starf og sjálfstæð vinnubrögð er eitthvað sem við stefnum að. Markmiðið er svo auðvitað að hver einstaklingur fái kennslu og verkefni við hæfi. Nemendur vinna ýmist sjálfstætt og í minni og stærri hópum.

Við leggjum áherslu á góðan bekkjaranda og verða haldnir vikulegir bekkjarfundir með nemendum þar sem unnið er með ýmis málefni. Einnig leggjum við áherslu á góð félagsleg samskipti innan árgangsins, lítum á hann sem eina heild. Hann blandast mikið saman í listasmiðjum, íþróttum niður í TBR og í hringekjum. Við lítum við á þennan árgang sem eina heild og leggjum mikla áherslu á góð félagsleg samskipti innan árgangsins.

Nemendur taka áfram aukna ábyrgð á sínu námi og þurfa að passa vel upp á allt heimanám. Lögð er áhersla á heimalestur en nemendur fá einnig verkefni heim í flestum öðrum greinum. Í ár ætlum við líka að nota Google Classroom umhverfið.  

Námsmat verður fjölbreytt að vanda. Það verða kannanir reglulega, stór og lítil verkefni, munnlegt próf, sjálfsmat, annarpróf o.fl. 

Kennarar kenna sínum bekk samfélagsfræði og náttúrufræði en síðan en skipta á milli sín stærðfræði (Ingvi), íslensku (Harpa) og ensku og dönsku (Gunnar). Listasmiðjurnar eru smíði, heimilisfræði, myndmennt, upplýsingatækni (m.a. Ipad) og textílmennt og eru kenndar í lotum allt skólaárið. Nemendur fara svo eina önn í sund en eru í íþróttum allt árið. Laugardalurinn verður áfram helsti vettvangur útikennslunnar sem við tökum við og við, en einnig stefnum við að vera dugleg að fara í vettvangsferðir langar og stuttar (1-2 í mánuði).  

Í ár verðum við áfram með hringekju á öllu miðstiginu þar sem árgangar blandast saman. Eftir jól veður boðið upp á valgreinar líkt og gert var síðasta ár. Allt miðstigið sameinast svo á sal aðra hverja viku þar sem bekkir skipta mér sér umsjón á dagskrá.  

Áfram er lögð mikil áhersla á gott foreldrasamstarf og er Mentor kerfið áfram nýtt sem samskiptaleið til að auka upplýsingaflæði milli skóla og heimilis.  Heimasíða skólans er einnig  í stöðugri þróun og hægt er nálgast helstu upplýsingar þar.

Með von um gott ár,  Gunnar, Harpa og Ingvi. 

Fleiri greinar...