3. bekkur

3. bekkur 2016-2017

Í 3. bekk eru fjórar bekkjardeildir með 83 nemendum.

Umsjónarkennarar eru Edda Rún Gunnarsdóttir, Elsa Ísberg, Helena Einarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir.

Kennslustofur 3. bekkjar eru á 2. hæð í A álmu skólans. 3. EG er í stofu A24, 3.EÍ er í stofu A28, 3. HE er í stofu A23 og 3. SS er í stofu A22.

Bekkjarfulltrúar í hverjum bekk sjá um að skipuleggja bekkjarkvöld. Kennari getur komið að skipulagi á skemmtiatriði á einu bekkjarkvöldi (yfirleitt á vorönn).

Byrjendalæsi

Lögð er áhersla á heildstætt nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem stuðst er við aðferðir byrjendalæsis. Markmiðið er að nemendur nái góðum árangri í læsi og lesskilningi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Notast er við lesefni sem kveikir áhuga nemenda og ýtir undir ímyndunaraflið. Enn fremur tengjast aðferðir byrjendalæsis öðrum námsgreinum.

Við leggjum áherslu á: 

  • Fjölbreytt nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir (s.s. leitarnám og samvinnunám), þar sem hver nemandi fær kennslu og námsefni við hæfi.
  • Heildstætt nám þar sem tekið er tillit til þess að færni nemenda liggur á ólíkum sviðum.
  • Samvinnu nemenda, skapandi starf og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Styttri og lengri vettvangsferðir.
  • Hringekju m.a. í íslensku og stærðfræði.
  • Góðan bekkjaranda og góð félagsleg samskipti innan árgangsins.
  • Bekkjarfundi en þeir eru vikulega og þar er unnið með lífsleikni.

Nemendur vinna ýmist einir að verkefnum eða saman í stórum og litlum hópum.

Lögð er áhersla á skapandi starf og sjálfstæð vinnubrögð nemenda.

Skólaárið:

Skólaárinu er skipt í fjórar kennslulotur. Listgreinar eru þó kenndar í 7 lotum vegna fjölda nemenda í árgangi. Íþróttir eru tvisvar í viku allt skólaárið. Sund er kennt í fyrstu lotu í 3. bekk.

Árganginum er skipt upp í hópa þvert á bekki í listgreinum. Markmiðið er m.a. að auka félagsleg samskipti innan árgangsins. Samvera er haldin annan hvern föstudag með 1. bekk. Þar er sungið og nemendur skiptast á að vera með atriði.

Þemaverkefni eru unnin í lotum. Á haustönn vinnum við með smádýr og í lok vorannar vinnum við með fugla. Nemendur skólans vinna saman að þemaverkefni í  febrúar.

Ýmsar hefðir eru við skólann. 9. september verður norræna skólastarfið. Sameiginlegur íþrótta- og leikjadagur er haldinn að hausti og að vori. Yngsta stig fer saman í gönguferð, eina á hvorri önn. 1. desember er haldinn hátíðlegur með fræðslu og veislukaffi. Farið verður í friðargöngu í desember og næsta dag halda nemendur upp á litlu jólin. Við höldum upp á öskudaginn með búningum og tilheyrandi sprelli. Fyrir páskafrí er haldin árshátíð í skólanum. Hver árgangur fer í sína vorferð.

Heimanám og námsmat:

Heimanám: Daglegur lestur og stafsetning. Nemendur skila heimalestrarmöppu á fimmtudögum.

Námsmat: Kannanir, verkefni, sjálfsmat (þrjár stjörnur og ein ósk), símat o.fl.

List- og verkgreinar:

Kennarar list- og verkgreina eru eftirfarandi:

Heimilisfræði: Jóhanna Björk
Myndmennt:Guðrún Erla (Gerla)
Textíl: Silla
Smíði: Jón Karl
Enska: Helena
Spil og Numicon: Elsa
Tónmennt: Kristinn
Vefnaður: Edda
Fingrafimi: Martha
Íþróttir og sund: Atli, Emil, Gabriela, Oddný og Zoltán
Skák: Siguringi