Skip to content

Listamenn í 5. bekk

5.  Bekkur fór á þriggja daga námskeið hjá Myndlistaskóla  Reykjavíkur. Það var mikil ánægja með námskeiðið, sem var bæði fræðandi og afslappað. Verkefnin voru fjölbreytt þessa þrjá daga en það var greinileg áhersla á að njóta þess að skapa, meta verkin og íhuga framvinduna.

Þegar allir 5. Bekkirnir höfðu lokið námskeiðinu var haldin sýning á verkunum í sal skólans og á göngunum.