1. bekkur

1. bekkur

  1. bekkur er ein bekkjarheild með 57 nemendum.

Umsjónarkennarar eru Anna Guðrún Harðardóttir, Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir og Þórdís Edwald.

Aðal kennslusvæði 1. bekkjar er salur og tvær kennslustofur  upp i risi í A álmu skólans.

Lögð er áhersla á heildstætt nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem stuðst er við aðferðir byrjendalæsis. Markmiðið er að nemendur nái góðum árangri í læsi og lesskilningi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Notast er við efni sem kveikir áhuga nemenda og ýtir undir ímyndunaraflið. Enn fremur tengjast aðferðir byrjendalæsis öðrum námsgreinum.

Helstu kennsluaðferðir og kennsluhættir eru samvinnunám, leitarnám, uppgötvunarnám, þulunám, hringekjuform og útikennsla.

Reynt er að hafa námið sem fjölbreyttast og miða að því að hver einstaklingur fái kennslu við hæfi. Lögð er áhersla á samvinnu nemenda, skapandi starf og sjálfstæð vinnubrögð.

Skólaárinu er skipt upp í 5, 7 vikna lotur þar sem nemendur ljúka lögbundnum stundafjölda á skemmri tíma en áður. Íþróttir eru tvisvar í viku og sund er kennt eftir páska.