10155106675932653 380676205 o-
10154733157392653 86105735 o
10154733157602653 689086998 o
10154772114467653 1178256307 o
10154772114387653 1555523778 o

Mentor

Matseðill

Skóladagatal

Laugardalsleikarnir

IMG_0323.JPG

Miðvikudaginn 7. febrúar verða hinir árlegu Laugardalsleikar haldnir í Laugardalshöllinni. Þar koma saman nemendur elstu bekkjanna í Laugalækjarskóla, Langholtsskóla og Vogaskóla og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum. Allir nemendur unglingadeildar taka þátt í Laugardalsleikunum, keppnisgreinarnar eru fjölbreyttar og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Skólarnir safna stigum með bæði árangri og þátttöku og sá skóli sem hlýtur flest stig vinnur keppnina. Mikilvægt er að nemendur séu klæddir samkvæmt veðri og geti gengið niður í Laugardalshöll og til baka.
Nemendur unglingadeildar Langholtsskóla mæta í skólann kl. 8:10 að vanda. Fyrstu tvær kennslustundirnar er kennt samkvæmt stundatöflu en eftir kaffitíma/hafragraut þá ganga nemendur með umsjónarkennurum í Laugardalshöll. Keppnin stendur fram undir kl. 12.30.  Þeir sem eru skráðir  í hádegismat fá  samloku og djúsfernu í anddyri Laugardalshallar.  Sund og val verður kennt eftir hádegið skv. stundaskrá .
Um kvöldið verður Laugardalsleikaball fyrir unglingana í Langholtsskóla. Ballið stendur frá kl. 19:30 til 22:00 og er aðgangseyrir kr. 500. Húsið verður opnað kl. 19.30. Ballið er haldið í samstarfi félagsmiðstöðvanna í hverfinu og skólanna þriggja.