10154649465318187 1772657498 o
10154649464508187 153643318 o
IMG

Mentor

Matseðill

Skóladagatal

Skólasetning - Holtavegur lokaður að mestu - göngum til skólasetningar

Kæru foreldrar – forráðamenn

Velkomin í Langholtsskóla  í upphafi nýs skólaárs. Skólasetning verður á morgun, þriðjudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta í sal skólans sem hér segir: 

8., 9. og 10. bekkur kl. 9.00.

5., 6. og 7. bekkur kl. 10.00.

3. og 4 bekkur kl. 11.00

2. bekkur kl. 11.30

Nemendur í 1. bekk hafa verið boðaðir í viðtöl til kennara ásamt foreldrum sínum 22. eða 23. ágúst.

Kennsla hefst í 2.-10. bekk samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst en í 1. bekk fimmtudaginn 24. ágúst.

Mynd

Vegna framkvæma er Holtavegur nánast lokaður fyrir bílaumferð (sjá meðfylgjandi mynd). Við biðjum því foreldra að ganga með börnum sínum í skólann á morgun ef þess er nokkur kostur.  

Bestu kveðjur

Hreiðar Sigtryggsson,

skólastjóri