Skip to content

100 daga hátíð í 2. bekk

29. febrúar var hundraðasti skóladagurinn skólaárið 2019-2020 og því gerðum við í öðrum bekk okkur dagamun.

Við höfðum stöðvavinnu þar sem nemendur unnu í 100 sekúndur á hverri stöð ýmis skemmtileg verkefni s.s. armbeygjur, halda blöðru á lofti, halda bók á höfði, finna hundrað vini og fleira.

Að lokum var þagnarbindindi í 100 sekúndur áður en við fengum veitingar og dönsuðum.