Skip to content

10. bekkur – Víkingaleikar, vorverkefni og útskrift vor 2020

Víkingaleikar

Núna á vordögum voru árlegir Víkingaleikar haldnir á unglingstigi. Þar var keppt í ýmsu á milli bekkja. 10. GH sigraði annað árið í röð. 9. HH var í öðru sæti. Hápunktarnir eru keppni í fótbolta á milli kennara og nemenda í 10. bekk og bíladráttur en sami bíllinn, rauður sendibíll, í eigu Svenna smíðakennara hefur verið með í leiknum a.m.k frá árinu 2005. Það verður spennandi hvort hann lifir næsta ári því greyið er verulega farin að láta á sjá eins og ein myndin sýnir.

Vorverkefni

Á hverju vori ljúka nemendur í 10. bekk skólaárinu með vorverkefni. Á síðustu vikunum er hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar og nemendur vinna sjálfstætt að þessum verkefnum. Í verkefnavali nemenda kennir ýmissa grasa eins og sést á myndunum. Nemendur kynna vorverkefnin fyrir 8. og 9. bekk á síðasta skóladegi og fyrir foreldrum á útskrift.

Útskrift

Fimmtudaginn 4. júní kl. 16 var útskrift hjá 10. bekk