10154649464043187 575716388 o

Mentor

Matseðill

Skóladagatal

Miðstig - Rithöfundur í heimsókn

23768953_10155066693152653_2086994560_o.jpg

Í morgun kom rithöfundurinn og kennarinn Hjalti Halldórsson og las upp úr fyrstu bók sinni Af hverju ég?  fyrir miðstig. Upplesturinn vakti mikla lukku og er strax kominn biðlisti eftir bókinni á bókasafninu. Myndir frá upplestrinum má sjá á myndasíðu. 

Dagur íslenskrar tungu

IMG_0042.JPG

Dagur íslenskrar tungu var í gær og var hann haldinn hátíðlegur hér í skólanum. Fyrsti bekkur bauð leikskólunum í hverfinu í heimsókn og var hver skóli með atriði. Hulda Ólafsdóttir, fyrrum kennari í Langholtsskóla, kom líka í heimsókn og fræddi krakkana um Jónas Hallgrímsson. Fyrsti bekkur rappaði ljóðið Óhræsið eftir Jónas og stóðu þau sig með stakri prýði. Í myndasafni má sjá nokkrar myndir frá deginum. 

Skrekkur 2017 - Langó í 2. sæti!

skrekkur3.png

Fyrr í vikunni var úrslitakvöld Skrekks haldið. Stór hópur stuðningsmanna fylgdi hópnum í Borgarleikhúsið og hvatti okkar fólk. Atriðið tókst vel í flutningi og endaði Langholtsskóli í 2. sæti og við óskum hópnum innilega til hamingju. Að þessu sinni stóð Árbæjarskóli uppi sem sigurvegari og við óskum þeim að sjálfsögðu einnig til hamingju með sigurinn. 

Fleiri greinar...