10154772114457653 1518370943 o
10155066693242653 1154355728 o-
10154733158167653 200339200 n
10154772114387653 1555523778 o
10154772114717653 305083436 o

Mentor

Matseðill

Skóladagatal

Öskudagur

                         28126023_1498000903650277_1233746674_o.jpg     28125830_10155288511862653_848816994_o.jpg

Donald Trump, ræningjar, ferðamenn, nornir, ofurhetjur, ásamt fjöldanum öllum af öðrum dularfullum persónum fylltu ganga Langholtsskóla í dag. Það er greinilegt að nemendur og starfsfólk eru með gott ímyndunarafl þegar kemur að búningagerð. Að venju var kötturinn sleginn úr tunnunni og allir léku og dönsuðu í salnum við undirleik hljómsveitarinnar Eggjandi sem samanstendur af nokkrum starfsmönnum skólans. Eftir hádegi fóru nemendur sína leið, eflaust að syngja og skemmta sér í búðum bæjarins, en kennarar sækja árlega ráðstefnu fyrir Reykjavíkurkennara. Myndir frá deginum eru í myndasafni. 

Vetrarleyfi – Winter vacation – Ferie zimowe

Vetrarfrí verður í Langholtsskóla 15. og 16. febrúar. Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. febrúar. Njótið tímans saman!

We will have a winter vacation in Langholtsskóli 15. - 16. of February. School starts again on monday. Enjoy the vacation! 

Ýmislegt verður í boði fyrir börn og fjölskyldur hjá frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum í vetrarfríinu. Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar: http://reykjavik.is/frettir/vetrarfri-i-grunnskolunum-15-19-februar 

Laugardalsleikarnir

20180207_112658.jpg

Í síðustu viku voru hinir árlegu Laugardalsleikar haldnir með pomp  og prakt. Á leikunum keppa unglingadeildir Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Vogaskóla í hinum ýmsu íþróttagreinum. Keppnin hefst á fótboltakeppni milli 10.bekkinga og síðan geta allir nemendur tekið þátt í hinum fjölbreyttustu greinum og safnað stigum fyrir sinn skóla. Undir lokin keppa 9. bekkingar í boðhlaupi og 8. bekkingar í reiptogi. Um kvöldið var haldið sameiginlegt ball í Langholtsskóla sem starfsmenn félagsmiðstöðvanna í hverfinu skipulögðu. Á ballinu var tilkynnt um sigurvegara leikanna sem að þessu sinni voru nemendur Laugalækjarskóla í fyrsta sæti, Vogaskóli í öðru sæti og við í Langholtsskóla í þriðja sæti. Eftir stóð þó skemmtilegur og vel heppnaður dagur.

Fleiri greinar...