Fræðslufundur um málþroska og læsi ungra barna

Ritað .

Þriðjudaginn 14. apríl nk. verður fræðslufundur fyrir foreldra og starfsfólk Langholtsskóla um málþroska og læsi ungra barna. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu fundarins (á þremur tungumálum).

Íslenska
Pólska
Enska

Árshátíð nemenda í Langholtsskóla

Ritað .

Vikan 23. - 27. mars er sannkölluð árshátíðarvika hér í Langholtsskóla. Alla vikuna eru nemendur og starfsfólk skólans í skemmtilegum þemaklæðnaði að undirbúa árshátíðina. Í kvöld, miðvikudaginn 25. mars, er árshátíð unglingadeildarinnar. Á föstudaginn kemur, 27. mars, er svo árshátíð yngsta -og miðstigs og eiga nemendur að mæta kl. 9:50 en skólinn opnar þó kl. 7:45 líkt og aðra daga. Árshátíðardeginum lýkur kl. 12:10 hjá yngsta stiginu og taka Glaðheimar við þeim sem þangað fara strax að skóladegi loknum. Hjá miðstiginu lýkur skóladeginum um kl. 13:20.

Sólmyrkvinn

Ritað .

Allir nemendur og starfsmenn Langholtsskóla fóru út í morgun með sólmyrkvagleraugu. Kennarar fóru með nemendur á skólalóðina eða í Laugardalinn. Stemningin var einstök og þegar dagsbirtan dvínaði þagnaði fuglasöngurinn í dalnum þar sem fuglarnir hafa áreiðanlega ekki fylgst með fréttaflutningi af sólmyrkvanum undanfarna daga og hafa orðið mjög undrandi. Þegar sólmyrkvinn stóð sem hæst var eins og fuglunum væri gefið merki og þeir byrjuðu allir að syngja í einu. Sennilega voru þeir að fagna vorjafndægri og björtum dögum framundan. 

Heimsókn frá Grænlandi

Ritað .

Í vikunni komu 14 grænlensk skólabörn úr níunda bekk í heimsókn ásamt tveimur kennurum sínum. Kennararnir eru Ernst Collin stærðfræðikennari og Sofie Berklund enskukennari.  Þau koma frá Nuussuup Atuarfia grunnskólanum, en það eru fimm slíkir þar, en þeirra er minnstur. Það eru 371 nemandi þar og 51 kennari.  Þau eru búin að vera undanfarna átta daga að skoða Ísland. Sveinn Karlsson smíðakennari tók á móti þeim og sýndi þeim skólann. Þeim þótti mikið til um hvað við værum í miklum lúxus skóla og hvað allt var fínt og snyrtilegt.  Þeim þótti gaman að heimsækja 10. M.H. Í dönskutíma hjá Sigrúnu sem var búin að undirbúa komu þeirra þar sem þau kynntu sinn skóla og okkar nemendur sögðu frá Langholtsskóla og sjálfum sér. Í lokin voru þau farin að tala saman á dönsku og skiptast á upplýsingum.

 Þau vildu koma á framfæri þökk fyrir góðar móttökur.