Sumarleyfi

Ritað .

Langholtsskóla verður lokað vegna sumarleyfa frá hádegi föstudaginn 19. júní. Skrifstofa skólans verður opnuð eftir sumarleyfi miðvikudaginn 5. ágúst. Skólasetning haustið 2015 verður mánudaginn 24. ágúst. 

Bláir fuglar í 1. bekk

Ritað .

Nemendur lærðu um fuglana nú á vordögum og í tengslum við það lærðu þau að syngja lagið Bláir fuglar með hljómsveitinni Grafík. Hér eru þau að syngja lagið undirleikslaust og undir laginu rúlla nokkrar myndir úr vetrarstarfinu.

Viðurkenning fyrir vinaliðastörf

Ritað .

Nemendur á yngsta stigi fengu viðurkenningu á dögunum fyrir þátttöku sína í vinaliðaverkefninu hjá Langholtsskóla.

vinaliðar 003

Hönnun og smíði, vor 2015

Ritað .

Nú er hægt að sjá margar myndir sem teknar voru í smíðastofunni af nemendum og verkum þeirra. Myndirnar sem hér er hægt að sjá eru af verkum unnin í síðustu lotunum. Það eru margar skemmtilegar hugmyndir í gangi hjá nemendum Langholtsskóla, sjón er sögu ríkari. Einnig er hægt að sjá hugmyndir frá fyrri tímum í myndasafninu. Ég vil taka það fram að nemendur eru hvattir til muna eftir því að fara heim með verk sem unnin hafa verið. Gömul verkefni og ósótt verða annars sett í endurnýtingu. Hér má sjá myndaalbúmið.

Takk fyrir veturinn

Kveðja Sveinn Karlsson