Hvað er þetta!?

Ritað .

image001Nemendur í 10. bekkjum í Langholtsskólahafa gefið út skemmtileg fræðirit. Markmiðið var að nemendur fjölluðu um ákveðið viðfangsefni eðlisfræðinnar að eigin vali og að þeir æfðu sig í greinaskrifum og framsetningu upplýsinga. Hér má sjá vefútgáfur blaðanna.

Hvað er þetta? - 10.MH 

Hvað er þetta? - 10.KK

 

Foreldraviðtöl 29. janúar

Ritað .

Á morgun, fimmtudaginn 29. janúar verða foreldraviðtöl í skólanum. Þá koma nemendur ásamt foreldrum í viðtal hjá umsjónarkennara. Foreldrar hafa fengið póst frá skólanum um að bóka viðtölin á mentor.is.  Bent er á að hægt er að hitta list- og verkgreinakennara. Engin kennsla er í skólanum á morgun en á föstudaginn verður kennt samkvæmt stundaskrá. 

Taekwondo í íþróttatíma

Ritað .

Taekwondo kynning fór fram síðastliðinn föstudag hjá mið- og unglingastigi. Nemendur fóru í Ármannsheimilið og fengu skemmtilega kynningu, fóru í leiki og gerðu ýmsar æfingar. 

Spilaáhugi

Ritað .

 

Hópur 10. bekkinga notar hverja lausa stund til að spila. Nú í janúar er það Magic, The Gathering sem á hug þeirra allan þar sem berjast skrímsli og guðir. Spilið er heppilegt þar sem það þarf lítið pláss og jafnvel 10 mínútna frímínútur eru ekki of stuttar til að spila.