Gunnar Helgason og Gula spjaldið í Gautaborg

Ritað .

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason kom í heimsókn í gær, miðvikudaginn 19. nóv. og las fyrir fullan sal af nemendum unglinga- og miðstigs um ævintýri Jóns fótboltakappa í Gautaborg.

Allir skemmtu sér hið besta, enda Gunnar frábær lesari.  Hann sagðist vera fullviss um að bestu krakkar borgarinnar væru samankomnir í Langholtsskóla, og allir eru sammála um það.  Svo fengu Kári og Brynjar Gautur í 5. GBÁ bók að gjöf frá Gunnari  sem þakklætisvott fyrir góða frammistöðu í stuttri mynd sem hann sýndi hópnum.

Sushi í heimilisfræði

Ritað .

Þeim hluta heimilisfræðivalsins sem fæst við matargerð lauk í síðustu viku með sushigerð. Fleiri myndir hér. 

Þriðja sætið í Skrekk

Ritað .

 

Þakið ætlaði að rifna af Borgarleikhúsinu í kvöld þegar úrslit voru kynnt í Skrekk. Þrjiða sætið var okkar og við erum ánægð með okkar fólk. Þetta var frábær árangur og krakkarnir stóðu sig prýðilega í atriðinu; Ekki er allt sem sýnist. Seljaskóli sigraði Skrekk og Hlíðaskóli varð í öðru sæti. Þeim er báðum óskað til hamingju með árangurinn. 

Skrekkur í kvöld

Ritað .

Ekki er allt sem sýnist - atriði Langholtsskóla keppir í kvöld í úrslitum í Skrekk 2014.

Vakin er athygli á því að keppnin verður sýnd í beinni og opinni útsendingu á Skjá 1 kl. 19 í kvöld. Áfram Langó. Áfram Langó.