Vicious&Delicious sigurvegarar

Ritað .

10. bekkingarnir Andrea Sól, Hrafnhildur, María Rakel og Thelma unnu í flokki tónlistarmyndbanda í stuttmyndasamkeppni grunnskólanema í Reykjavík en þær gerðu myndband við lagið Vicious&Delicious.

Stuttmyndahátíðin Taka 2015 var haldin í 35. sinn í Bíó Paradís 28. maí og var þétt setinn bekkurinn. Aldrei áður hafa verið sendar jafn margar myndir inn í keppnina sem hóf göngu sína 1981.
Hér má sjá vinningsmyndbandið. https://www.youtube.com/watch?v=ZIzGA80x4VU
Óskum við þeim til hamingju með árangurinn!

Hellaferð

Ritað .

Nemendur í útivistarvali í unglingadeildar lögðu land undir fót í vikunni og skelltu sér í hellaferð í Heiðmörk. Farið var í nokkra hella, hina klassísku Maríuhella og svo einnig Skátahelli – einnig kallaður Fálkahellir. Allir hellarnir eru hraunrásarhellar og gangan í iðrum jarðar minnti nemendur á Hobbitann. Hér má sjá myndir.

 

Af aðalfundi foreldrafélagsins í Langholtsskóla

Ritað .

Stjórn foreldrafélags Langholtsskóla hélt aðalfund þann 15. maí sl. Hér má sjá fundargerðina.

Undir flipanum Foreldrar hér að ofan má finna mikið af gagnlegum upplýsingum um foreldrafélagið og starfsemi þess.

Leikjadagur

Ritað .

Í dag var leikjadagur hjá 1. bekk og elstu börnum leikskólanna hér í hverfinu. Veðrið var dásamlegt og börnin léku sér í margs konar leikjum á skólalóðinni og ánægjan skein út úr andlitum barnanna, sjá myndir.