Vetrarleyfi – Winter vacation – Ferie zimowe – Vacaciones de invierno

Ritað .

Vetrarfrí verður í öllum grunnskólum borgarinnar 17., 20. og 21. október. Njótið leyfisins.

We will have a winter vacation in all the elementary schools in Reykjavik on 17th, 20th  and 21st of October. Enjoy the vacation.

Íþróttadagur miðstigs

Ritað .

Miðstigið sameinaðist á íþróttadegi í TBR síðastliðinn föstudag. Þar var hægt að taka þátt í hópíþróttum á milli bekkja, s.s. bandý, brennó og fótbolta og einstaklingsíþróttum þ.e. sippi, langstökki án atrennu og armbeygjum. Dagurinn gekk vel, nemendur voru kátir og studdu vel við sinn bekk og félaga.  Hér má sjá myndir frá deginum.

 

Göngum í skólann átakið

Ritað .

Nemendur í Langholtsskóla hafa tekið þátt í verkefninu  Göngum í skólann en nú er því formlega lokið. Það gekk mjög vel og við vonumst til þess að nemendur haldi áfram að ganga í skólann og fá þannig góða hreyfingu fyrir skóladaginn.
Nokkrir bekkir fengu viðurkenningaskjal fyrir mjög góða þátttöku.
 
 
 

9. bekkur í rúmfræði

Ritað .

9. bekkur hefur undanfarið verið að vinna með rúmfræði í stærðfræðinni. Þau byrjuðu með cm3 og mældu rúmmál ýmis konar hluta. Bekkirnir þrír bjuggu svo til sína eigin rúmmetra í fullri stærð og notuðu til þess gamlar rimlagardínur, heftibyssu, pappa og límband. Hér má sjá nokkrar myndir úr tíma.