Óróar í Laugardalnum

þann .

Sú hefð hefur skapast í samstarfinu milli Langholtsskóla og leikskólanna í hverfinu að hittast á vordögum, syngja saman og skreyta eitt tré í Laugadalunum.
Í dag fóru nemendur úr fyrsta bekk að Þvottalaugunum með óróa sem þeir höfðu föndrað og hengdu á tréð. Kristinn, tónmenntakennari Langó, spilaði á gítar og stjórnaði hópsöng en við sungum bæði Við göngum mót hækkandi sól og Vorvísu (Vorið er komið og grundirnar gróa).
Óróarnir fá að hanga í trjánum fram yfir helgi og við hvetjum ykkur til að taka ykkur göngutúr með börnunum ykkar og skoða herlegheitin.

Badmintonval

þann .

Unglingar í badmintonvali skelltu sér í tenniskennslu í vikunni úti við Tennishöllina í Kópavogi. Nemendur skemmtu sér vel í sólinni og greinilegt að baminotntæknin hefur skilað sér því þau fengu hin bestu meðmæli frá tenniskennaranum. Flottir íþróttakrakkar hér á ferð.

Sjóferð

þann .

Nemendur í 6.bekk fóru í sjóferð um Faxaflóann í svölu en fallegu veðri í boði Faxaflóahafna. Ferðin heppnaðist með miklum ágætum og voru nemendurnir sér og skólanum til fyrirmyndar. Þau fengu fræðslu um dýralífið í sjónum og sömuleiðis sögulega kynningu á öllu því fallega sem Faxaflóinn hefur upp á að bjóða. Hver getur t.d. svarað því hvað fýllinn gerir þegar einhver nálgast hreiðrið hans? Jú, hann gubbar á viðkomandi. Þetta og meira til fengu krakkarnir fræðslu um og nutu þau sömuleiðis að öldugangur var nokkur og komu því nokkrir blautir og sælir til baka úr sjóferðinni. Ferðin endaði með því að krakkarnir snæddu nesti á Ingólfstorgi áður en haldið var heim á leið.

Kjalnesinga saga

þann .