Gleðilegt sumar 2014

Ritað .

Langholtsskóli verður lokaður vegna sumarleyfa frá 20. júní. Skrifstofa skólans verður opnuð aftur eftir sumarleyfi miðvikudaginn 6. ágúst. Innkaupalistar haustsins verða birtir hér á heimasíðunni mánudaginn 18. ágúst. 

Útskrift 10. bekkja

Ritað .

10. bekkingar útskrifuðust síðdegis í dag með því að kynna vorverkefni sín fyrir foreldrum. Finna má mörg verkefnanna á youtube eða heimasíðu vorverkefna. Nemendur lögðu mikinn metnað og alúð í verkefni sín. Gaman var að sjá hversu marga unglinga langar til að láta gott af sér leiða. Mikla athygli vakti verkefni Ásrúnar Söru sem bjó til heimildarmynd um gigt en hún hefur í mörg ár glímt við sjúkdóminn. Styttri útgáfu af verkefninu má sjá hér. Útskriftarnemendum er óskað velfarnaðar í framtíðinni. Gangi ykkur sem allra best. 

Skóladagatal fyrir næsta skólaár

Ritað .

Skóladagatal fyrir næsta skólaár er komið. Smellið á hlekkinn fyrir neðan til að skoða það:

Skoladagatal-2014-2015_A.pdf