Laufabrauðsdagur 29. nóvember

Ritað .

Laufabrauðsdagur foreldrafélagsins verður haldinn laugardaginn 29. nóvember kl. 11-14. Kökur verða seldar á kostnaðarverði kl. 11-13. Kaffisala verður á vegum 10. bekkinga sem safna fyrir uppskeruferð með vorinu. Nánar hér. 

Stuð á Reykjum í Hrútafirði

Ritað .

Krakkarnir í 7. bekk eru þessa vikuna á Reykjum. Hér hefur mikið verið brallað og krakkarnir skemmta sér konunglega. Hér má sjá nokkrar myndir frá fyrri parti vikunnar.

Gunnar Helgason og Gula spjaldið í Gautaborg

Ritað .

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason kom í heimsókn í gær, miðvikudaginn 19. nóv. og las fyrir fullan sal af nemendum unglinga- og miðstigs um ævintýri Jóns fótboltakappa í Gautaborg.

Allir skemmtu sér hið besta, enda Gunnar frábær lesari.  Hann sagðist vera fullviss um að bestu krakkar borgarinnar væru samankomnir í Langholtsskóla, og allir eru sammála um það.  Svo fengu Kári og Brynjar Gautur í 5. GBÁ bók að gjöf frá Gunnari  sem þakklætisvott fyrir góða frammistöðu í stuttri mynd sem hann sýndi hópnum.

Sushi í heimilisfræði

Ritað .

Þeim hluta heimilisfræðivalsins sem fæst við matargerð lauk í síðustu viku með sushigerð. Fleiri myndir hér