Hönnun og smíði 2014

Ritað .

Núna eru fyrstu loturnar búnar í listasmiðjum og hér gefur að líta myndir sem teknar voru í smíðastofunni af nemendum og verkum þeirra. Það eru margar skemmtilegar hugmyndir í gangi hjá nemendum Langholtsskóla, sjón er sögu ríkari.

 

Barnabókaverðlaun afhent í Langholtsskóla

Ritað .

image

Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2014 voru afhent við hátíðlega athöfn í Langholtsskóla á dögunum. Verðlaunin hlaut Guðni Líndal Benediktsson fyrir bókina Leitin að Blóðey.

„Þegar Kristján er sendur snemma í rúmið ákveður afi gamli að trúa honum fyrir ansi svakalegri sögu. Þetta er ótrúlegt ævintýri sem gerðist á hans yngri árum þar sem við sögu koma galdramenn og ninjur, ljónhestar og drekar, ófreskjur og tröll – og dularfull eyja sem hvergi finnst á korti. Afi segir að sagan sé sönn en þó er hún ótrúlegri en nokkuð sem Kristján hefur heyrt.“
Tveir nemendur úr 9. bekk, þau Valgerður og Ólafur sátu í dómnefnd og lásu úr verðlaunabókinni við athöfnina. Einnig fluttu Ólöf Ásta og Rán í 10. bekk tvö lög. Bókin er komin á skólasafnið.

Foreldradagur 29. október

Ritað .

Á morgun verða foreldraviðtöl hjá umsjónarkennurum og því engin kennsla þann dag. Allir kennarar skólans, aðrir en umsjónarkennarar, verða til viðtals. Foreldrar og nemendur eru hvattir til að hitta þá kennara líka.

Jörðin í hættu?!

Ritað .

Öðru þema ársins í samþættum verkefnum í náttúru- og samfélagsfræði í 9. bekkjum lauk í síðustu viku. Viðfangsefnið var umhverfisfræði, nauðsynjar og nauðþurftir. Nemendur hönnuðu geimstöð á fjarlægri plánetu sem 20 manneskjur áttu að búa á í 5 ár. Í verkefninu þurftu nemendur að kljást við margskonar áskoranir og margar frumlegar lausnir birtust.  Hér má sjá myndir frá verkefninu.