IMG
IMG
IMG

Mentor

Matseðill

Skóladagatal

Vinaliðar fá bolta frá KKÍ

thumbnail_vlmynd.jpg

Vinaliða verkefnið var svo lánsamt að fá frábæra gjöf frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Það fóru nokkrir Vinaliðar frá skólanum í heimsókn til þess að ná í 16 glænýja og flotta bolta sem hægt verður að nota í Vinaliðaverkefnið í frímínútum. Við þökkum fyrir rausnarlega gjöf. 

Opin hús hjá framhaldsskólum næstu vikurnar

Kynnið ykkur hvar eru opin hús, þar er vel tekið á móti nemendum sem eru að ljúka grunnskólanámi og foreldrum þeirra. Starfsfólk og nemendur skólanna kynna námsframboð, inntökuskilyrði, húsnæði, félagslíf og fleira. Mjög fjölbreytt nám er í boði og nemendur og foreldrar eru hvattir til að kynna sér það vel.

Föstudaginn 17. mars verður farið með alla nemendur unglingadeildar á skólatíma á Íslandsmót iðn- og verkgreina sem haldið verður í Laugardalshöll. Þar verða allir framhaldsskólar á landinu með kynningu á námsframboðið.

Hér er listi í tímaröð opinna húsa og verður bætt við hann eftir því sem upplýsingar berast.

21. febrúar, þriðjudagur kl. 16:00-18:00 – Fjölbrautarskólinn í Garðabæ, FG.

2. mars, fimmtudagur kl. 17:00-19:00 – Borgarholtsskóli.

11. mars, laugardagur kl. 14:00-16:00 Menntaskólinn í Reykjavík, MR

13. mars, mánudagur  kl. 17:00-19:00 – Menntaskólinn við Sund, MS.

20. mars, mánudagur kl. 16:30-18:30 – Fjölbrautarskólinn við Ármúla, FÁ.

20. mars, mánudagur kl. 17:00-18:30 – Kvennaskólinn í Reykjavík, Kvennó.

22. mars, miðvikudagur kl. 17:00-18:30 – Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, FMos.

22. mars, miðvikudagur kl. 16:30-18:30 – Menntaskólinn í Kópavogi, MK.

23. mars, fimmtudagur kl. 17:00-19:00 – Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, FB.

23. mars, fimmtudagur kl. 17:00-18:30 – Menntaskólinn við Hamrahlíð, MH.

23. mars, fimmtudagur kl. 17:00-19:00 – Verzlunarskóli Íslands, Versló.

25. mars, laugardagur kl. 13:00-16:00 – Skrúfudagur Tækniskólans. Við Háteigsveg.

6. apríl, fimmtudagur kl. 16:00-17:30 – Tækniskólinn á Skólavörðuholti og Flatahrauni 12 Hafnarfirði.

Vetrarfrí og öskudagur

Vetrarfrí

Vetrarfrí verður dagana 20. og 21. febrúar. Skóli hefst aftur 2. febrúar. 

We will have a winter vacation in Langholtsskóli on 20th and 21st of February. 

 Miðvikudagurinn 1. mars 2017 - Öskudagur

Öskudagur er einn af dögunum sem telst til sveigjanlegra skóladaga og er styttri en hefðbundinn skóladagur. 

1. - 4. bekkur kl 10:00 - 12:00

Nemendur sem eru skráðir í Glaðheima fara þangað í fylgd með starfsfólki skólans og þeir sem fara í Dalheima ganga þangað sjálfir. Skólinn er opinn frá kl. 08:00 fyrir þau börn sem þurfa að mæta snemma vegna vinnu foreldra eða af öðrum ástæðum.

5. - 7. bekkur kl. 8:10 - 10:10

8. - 10. bekkur kl. 9:00 - 11:00

Fleiri greinar...