Karólína kveður

Ritað .

Karólína Snorradóttir skólaliði lætur af störfum vegna aldurs þann 1. september. Hún hefur starfað við Langholtsskóla undanfarin níu ár en starfaði áður á róluvöllum borgarinnar í meira en fimmtán ár. Við þökkum Karólínu kærlega fyrir samstarfið og óskum henni alls hins besta um ókomin ár.

Fjör í frímínútum

Ritað .

Skólastarf er komið vel af stað þetta haustið. Það færðist heldur betur líf í skólann þegar börnin komu úr sumarfríinu. Myndin var tekin í morgun af yngstu nemendunum í frímínútum. 

Innkaupalistar skólaárið 2014-2015

Ritað .

Eins og venja er þá eru það kennarar sem sjá um innkaup í 1.-4. bekk. Nánari upplýsingar um það verða gefnar við skólabyrjun. Hér á eftir fara hinsvegar innkaupalistar fyrir árganga á miðstigi og unglingadeildina.

5. bekkur

6. bekkur

7. bekkur

Unglingadeild

Skólabyrjun 2014

Ritað .

Nú styttist í að skólinn byrji. Nemendur í 2.-10. bekk mæta til skólasetningar í sal skólans föstudaginn 22. ágúst sem hér segir:

8.-10. bekkur kl. 9.00

5.-7. bekkur kl. 10.00

2.-4. bekkur kl. 11.00.

Kennsla hefst í 2.-10. bekk samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum 22. og 25. ágúst.

Innkaupalistar eru aðgengilegir hér

Hér má sjá skóladagatal 2014-2015.