Jólaleyfi

Ritað .

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 

Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá. 

Starfsfólk Langholtsskóla

Jólaútsending úr Langholtsskóla

Ritað .

Heimsókn í Langholtskirkju

Ritað .

Margir nemendur og starfsmenn skólans gengu fylktu liði í árlega heimsókn okkar á aðventu í Langholtskirkju. Gönguna leiddu nemendur 10. bekkja með kyndlum. Þeir sem voru um kyrrt í skólanum áttu góða stund saman, hlustuðu á upplestur og jólalög, spiluðu, föndruðu og nutu samveru við aðra nemendur. Í kvöld verður jólaball unglingadeildar og á morgun hjá yngri deildum.  Myndaalbúm úr heimsókninni má finna hér.

Áríðandi tilkynning - vegna veðurs

Ritað .

Langholtsskóli – sækjum börnin að loknum skóladegi

Vegna slæms veðurs eru foreldrar beðnir um að sækja börn sín í skólann að loknum skóladeginum. Elstu nemendur sem eiga heima stutt frá skólanum geta farið sjálfir heim í samráði við foreldra sína.

Frístundaheimilin starfa eftir skóla eins og venjulega. Nemendur í  Glaðheimum (1.-2. bekk) fara milli skóla og Þróttheima í rútu. Nemendum í Dalheimum verður fylgt í Dalheima ef veður leyfir en bíða ella í skólanum eftir að verða sótt.

Sjá nánar á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins: http://shs.is/um-okkur/frettir/248-foreldrar-sæki-börn-sín-í-skóla.html.

bestu kveðjur

Hreiðar skólastjóri