Leikjadagur haust 2015

Ritað .

Í dag föstudag var leikjadagur á yngsta stigi. Starfsfólk, kennarar og nemendur skemmtu sér saman við leiki í dásamlegu veðri. Skólalóðinni var skipt upp í stöðvar og á hverri stöð var nýtt og spennandi viðfangsefni.  Í hópunum voru börn frá 6 – 10 ára og þau léku sér saman og voru að öllu leiti til fyrirmyndar. 

Viðurkenning fyrir sumarlestur

Ritað .

Á vorin þegar nemendur halda í sumarfrí eru þeir hvattir til að lesa. Þeir fá skráningarblað heim og fá að taka með sér bækur af skólasafninu. Þegar þeir koma aftur í skólann að hausti skila þeir skráningarblöðum og fá viðurkenningu sem var núna í formi bókamerkis. Það voru 36 nemendur sem skiluðu inn blaði og höfðu þeir lesið mjög margar skemmtilega bækur. Við óskum þeim til hamingju um leið og við hvetjum alla til að vera duglegir að lesa.

 

Laugardalsleikar 2015

Ritað .

Árlegir Laugardalsleikar grunnskólanna þriggja í Laugardalnum voru haldnir í þriðja sinn í morgun. Uppruna Laugardalsleikanna má rekja til unglinga sem áttu hugmyndina á sínum tíma og hrintu henni í framkvæmd. Í morgun byrjuðu Laugardalsleikarnir á fótboltakeppni milli skólanna. Eftir það tók við opin keppni í ýmsum greinum s.s. langstökki, spretthlaupi, skotbolta, húlla, skák og skutlukeppni svo nokkrar greinar séu nefndar. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Laugardalsleikunum og mikil áhersla lögð á að allir taki þátt í nokkrum greinum. Úrslit úr keppni dagsins verða tilkynnt í kvöld á sameiginlegu balli skóla og félagsmiðstöðva hverfisins. Frjálsíþróttadeild Ármanns hefur teikið þátt í samstarfi skólanna við undirbúning og framkvæmd leikanna, lagt til húsnæði og aðstöðu og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.

 

Hvað er mikilvægast?

Ritað .

 

Niðurstöður Kynningarfundar 9.bekkja 2015Á myndinni má sjá niðurstöður umræðna sem fram fóru á kynningarfundi 9. bekkja í Langholtsskóla í haust.
Fullyrðingar tengdar skólastarfi og unglingum voru ræddar og þeim gefin stig. Stigahæstu fullyrðingarnar eru því þær sem fólki þykja mikilvægastar.

Sjá má að foreldrum er annt um svefn unglinganna, að samstarf heimilis og skóla sé gott og að skapandi verkefni séu hluti af daglegu námi nemenda. 

Smellið á myndina til að fá stærri útgáfu.