Stormviðvörun og viðbrögð við óveðri

Ritað .

Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun fyrir þriðjudaginn 1. desember og því viljum við vekja athygli á eftirfarandi tilmælum frá Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins: Röskun á skólastarfi vegna veðurs.

ovedur

Laufabrauðsdagur foreldrarfélagsins

Ritað .

Laugardaginn 28. nóvember '2015

Hátíðarsalur Langholtsskóla
Frá klukkan 11:00-14:00
Sala á laufabrauðum er til klukkan13:00

Hinn árlegi laufabrauðsdagur verður haldinn með sínu hefðbundna sniði í hátíðarsal Langholtsskóla og eru allir hvattir til að koma með fjölskylduna með sér að skera út og steikja laufabrauð saman. Einnig verður hægt að fá sér kaffi, kakó og bakkelsi á kaffisölu10. bekkjar, hlusta á jólatónlist og njóta samverunnar. Höfum það notalegt saman og komum okkur í jólagírinn.
Laufabrauð verður selt á staðnum á kostnaðarverði og að gefnu tilefni verða seld að hámarki 40 brauð á fjölskyldu og er salan opin frá klukkan 11:00-13:00 eða á meðan birgðir endast, þá mælum við þess vegna eindregið með því að allir mæti vel tímanlega.
Boðið verður upp á að steikja kökurnar í eldhúsi nemenda og er sú regla höfð á að hver og einn geti steikt að hámarki 10 kökur í einu til þess að allt gangi greiðlega fyrir sig og allir komist að .
Að venju eru það foreldrar nemenda í 5. og 6. bekk Langó sem leggja fram krafta sína til að gera þennan dag sem skemmtilegastan.

Það sem hafa þarf meðferðis:

  •  Skurðarjárn eða góða hnífa
  •  Skurðarbretti
  •  Ílát undir steikt laufabrauð
  •  Pening í lausu (enginn posi á staðnum!!)
  •  Hátíðarskapið :)

Hlökkum til að sjá ykkur öll. Hátíðarkveðjur,
Stjórnin

laufabraud

Landsbjörg í heimsókn

Ritað .

Félagar úr Slysavarndeildinni Landsbjörg heimsóttu í morgun 5.bekk og gáfu börnum og kennurum endurskinsmerki. Nú fer dimmasti tími ársins í hönd og mikilvægt að allir sjáist vel í umferðinni, ekki síst þeir sem eru mikið á ferðinni fótgangandi. Notkun endurskinsmerkja er alls ekki nægilega mikil hér á landi og eru skólaheimsóknir sem þessar ein af þeim leiðum sem nýttar eru til að bæta úr því.
Einnig var talað um mikilvægi þess að allir krakkar hafi hjálm og ljós þegar þau ferðast um á hjólum.

Skipulagsdagur 20. nóvember

Ritað .

Á morgun, föstudaginn 20. nóvember verður skipulagsdagur í Langholtsskóla. Engin kennsla verður þann dag.