Vettvangsferð á pósthúsið

Ritað .

Í byrjendalæsi í 1. bekk voru nemendur að lesa bókina Unugata eftir Áslaugu Jónsdóttur og vinna verkefni út frá sögunni. Eitt af verkefnunum var að útbúa póstkort handa fjölskyldu sinni, skrifa á það og póstleggja. Við fórum í vettvangsferð á  pósthúsið í Síðumúla og eins og eftirfarandi myndir bera með sér ríkti mikil eftirvænting hjá hópnum að póstleggja kortið. 

Þema - Ebóla

Ritað .


Mikið hefur verið fjallað um sjúkdóminn Ebólu  í fjölmiðlum og hafa margir nemendur áhyggjur af stöðu mála. Ákveðið var að hefja náttúrufræðina á mið- og unglingastigi með þemanámi um Ebólu. Forþekking nemenda á sjúkdómnum var könnuð og svöruðu nemendur sjálfir þeim spurningum sem vöknuðu um efnið. Afrakstur þessarar vinnu í 9. bekk voru kynningar þar sem nemendur kynntu ákveðin atriði fyrir samnemendum. Kynningarnar fjölluðu meðal annars um; Einkenni Ebólu, smitleiðir, veirur, hver er munurinn á veiru og bakteríu? o.fl.  Hér má sjá myndir frá þessu starfi. 

Fjöll og eyjur í 6. bekk.

Ritað .

Nemendur unnu fjöll/eyjur í samfélagsfræði nú á haustdögum. Þeir voru að læra að lesa úr kortum, til að þekkja litina sem tengjast há-og láglendi. Nemendur í 6.bekk fá alltaf gefins Landabréfabók frá skólanum og var verkefnið liður í því að kenna nemendum að nota bókina. Hér má sjá nokkrar myndir frá vinnu nemenda.

Nemendur í 7. bekk þakklátir

Ritað .

Krakkarnir í 7. bekk unnu á dögunum verkefni um fátækt í heiminum og um þakklæti. Þessi vinna var í tengslum við dag rauða nefsins (12. september). Hér má sjá myndband með afrakstri þessarar skemmtilegu vinnu.