Öskudagur 2016

þann .

Trúðar, tröll og forynjur, prinsessur, sjóræningjar og dvergar ásamt fjöldanum öllum af dularfullum persónum skemmtu sér í Langholtsskóla í dag. Svo virtist sem ímyndunaraflinu væru engin takmörk sett við búningagerð. Samkvæmt venju slógu yngri nemendur skólans köttinn úr tunnunni og allir léku og dönsuðu í salnum við undirleik hljómsveitarinnar Eggjandi. Eftir hádegið færðist ró yfir skólann, nemendur héldu út í vetrarsólina að syngja fyrir góðgæti en kennarar sóttu ráðstefnu fyrir Reykjavíkurkennara. Hlómsveitin Eggjandi sem skipuð er nokkrum starfsmönnum skólans sá um upphafsatriði ráðstefnunnar við góðar undirtektir ráðstefnugesta. 

Yngstastig

Miðstig

Unglingastig

Öskudagur

þann .

Öskudagur er einn af dögunum sem er styttri en venjulegur skóladagur. Allir mæta í furðufötum og skemmta sér um stund í góðra vina hópi. 

1.-4. bekkur kl. 10.00 -12.00

5.-7. bekkur kl. 8.10-10.10

8.-10. bekkur kl. 9.00-11.00

Nemendur 1.-4. bekkjar sem skráðir eru í Glaðheima fara þangað í fylgd með starfsfólki skólans. Þeir nemendur sem fara í Dalheima ganga þangað sjálfir. Skólinn verður opinn frá klukkan 8.00 fyrir þau börn sem þurfa að mæta snemma vegna vinnu foreldra eða af öðrum ástæðum. 

Eftir hádegi sækja kennarar ráðstefnu fyrir kennara í borginni.

Nýir vinaliðar

þann .

Vinaliðar hefja störf á mánudaginn.

Nýir vinaliðar í 3.-7. bekk fóru á leikjanámskeið á miðvikudaginn og lærðu fullt af nýjum og skemmtilegum leikjum.
Nemendur ætla að hefja störf af fullum krafti á mánudaginn og verður vikan stútfull af fjölbreyttum leikjum.
Vinaliðarnir hlakka til að byrja og við hvetjum alla nemendur á yngsta og miðstigi til þess að taka þátt í leikjum í frímínútum.IMG 5263

Lesið fyrir Trölla

þann .

Í gær fengum við góðan gest í heimsókn. Það var hundurinn Trölli en Gunnar Jarl kennari í 6. bekk á þennan yndislega hund. Trölli kom í heimsókn í námsver á miðstigi en það er staðsett í gamalli húsvarðaríbúð með sérinngangi. Trölli kom í heimsókn og hlustaði á nokkra nemendur í 3. og 6. bekk lesa. Nemendum fannst gaman að lesa fyrir Trölla og hlustaði hann vel. Eða eins og einn nemandi hafði á orði eftir lesturinn  " Hann var mjög ánægður að hlusta á mig" og brosið sem fylgdi yljaði það sem eftir var dagsins. 

2016 01 27 13.13.18