10154649465168187 1235922109 o
IMG
IMG

Mentor

Matseðill

Skóladagatal

Íslandsmeistari í 10. GH

Steindór B.JPG

Í vikunni fór fram Reykjavíkurmót unglinga í keilu. Steindór Máni í 10. GH gerði sér lítið fyrir og sigraði í 2. flokki pilta og setti í leiðinni 3 Íslandsmet. Við óskum honum innilega til hamingju með frábæran árangur. 

Stelpur og tækni

18175820_10154508450190869_1809336955_o.jpg

Í dag fóru stelpur úr 9. bekk í Háskólann í Reykjavík til að taka þátt í verkefninu Stelpur og tækni. Um fjögur hundruð stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla er boðið að taka þátt og er markmiðið að vekja áhuga þeirra á tækninámi. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem er m.a. styrkt af Evrópusambandinu. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér. Myndir af deginum eru í myndasafni. 

Vinnumorgunn í Húsdýragarðinum

File_002(3).jpeg

Nemendur í 6.bekk eru þessa dagana að taka þátt í vinnumorgni í húsdýragarðinum.

Í vinnumorgni fá nemendur tækifæri á að taka þátt í umhirðu dýranna og fá um leið ítarlega fræðslu um dýrin og landbúnaðarstörf. Unnið er í þremur hópum í vinnumorgni einn í fjósi, annar í hest- og fjárhúsi og þriðji sér um villtu dýrin. Í lok námskeiðsins flytja nemendur kynningu á sínum dýrum fyrir alla hópana.

Fleiri greinar...