Vorskólinn 2015

Ritað .

Mánudaginn 27. apríl og þriðjudaginn 28. apríl er Vorskólinn hér í Langholtsskóla fyrir tilvonandi fyrstu bekkinga úr leikskólum hverfisins. Vorskólinn byrjar kl. 14:00 og er til kl. 15:45. Börnin fá bréf í pósti þar sem fram kemur hvorn daginn þau eiga að mæta. Hér til vinstri á heimasíðunni má sjá auglýsinguna Vorskólinn 2015.

6. bekkur í Húsdýragarðinum

Ritað .

Núna í apríl fóru nemendur í 6. bekk í Húsdýragarðinn og tóku þátt í vinnumorgnum þar. Nemendum var skipt í hópa og fengu verkefni tengd umhirðu mismunandi dýra. Að loknum bústörfum áttu hóparnir að búa til kynningar um sín störf og þau dýr sem þeir unnu með. Nemendur höfðu gaman að og voru áhugasöm. Meðfylgandi eru myndir frá þessum vinnumorgnum.

Vinaliðaverkefni

Ritað .

Vinaliðaverkefnið á yngsta stigi hófst í dag í íslensku vorveðri. Krakkarnir létu rokið ekki á sig fá og léku sér í margs konar leikjum eins og sjá má á myndunum hér.

Vinaliðar

Ritað .

Á mánudaginn hefst vinaliðaverkefni á yngsta stigi hér í skólanum. Nokkrir nemendur í 3. og 4. bekkjum hafa verið valdir til að vera vinaliðar og skipuleggja leiki fyrir 1.-4. bekk í fyrstu frímínútum til vorsins.