Skólahreysti 2015

Ritað .

Langholtsskóli keppir í Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ í dag kl. 16. Rúta með stuðningsmenn fer frá skólanum kl. 15. Keppendur okkar í dag verða Berglind 10.MH, Elísabet 9.SG, Gísli 10.KK og Guðni 10.MH. Varamenn eru Arnór 9.ABO og Júlía Sif 9.SG. Litur Langholtsskóla er rauður þetta árið. Áfram Langó. Myndin var tekin þegar hópurinn lagði af stað á keppnisstað í morgun til að prófa brautina í fylgd Jens íþróttakennara. 

Öll komu þau aftur

Ritað .

IMG 0146 Small

Níundi bekkur Langholtsskóla sneri aftur frá skólabúðunum á Laugum í dag. Ferðin gekk mjög vel og voru nemendurnir til fyrirmyndar.

Mentordagurinn

Ritað .

Mentordagurinn er í dag, 24. febrúar. Á vinatta.is má sjá nánar um vináttuverkefnið hér á landi. Á vef Mentoring Nightingale Network í desember síðastliðnum voru vinir mánaðarins, Ernir nemandi  í 4.AS hér í Langholtsskóla og Palli mentorvinur hans. Sjá má umfjöllun um þá félagana hér. Á myndinni er Ernir til vinstri að leggja af stað heim úr skólanum í dag.

9. bekkir að Laugum

Ritað .

9. bekkingar fóru í gær að Laugum í Sælingsdal þar sem þeir dvelja þessa vikuna við nám og leik í Ungmennabúðum UMFÍ.