Samvera hjá 1.- 3. bekk

Ritað .

Í dag var samvera hjá 1.-3. bekk. Kristinn tónmenntakennari stjórnaði söng og nemendur tóku undir af fullum krafti. Hulda sagði okkur sögu og nemendur hlustuðu af athygli. Fyrsta samveran lofar góðu um framhaldið.

Skólasetning 2015

Ritað .

Mánudaginn 24.ágúst verður skólasetning í Langholtsskóla.

Nemendur mæti til skólasetningar í salnum sem hér segir.
2. bekkur mæti kl. 9.00.
3. og 4. bekkur kl. 10.00.
5., 6. og 7. bekkur kl. 11.00.
8., 9. og 10. bekkur kl. 11.30

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum 24. og 25. ágúst Kennsla hefst í 2.-10. bekk skv. stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst – miðvikudaginn 26. í 1. bekk.

Innkaupalistar haust 2015

Ritað .

Eins og venja er þá eru það kennarar sem sjá um innkaup fyrir nemendur  í 1.-4. bekk.Nánari upplýsingar um það verða gefnar við skólabyrjun. Hér á eftir fara hinsvegar innkaupalistar fyrir árganga á miðstigi og unglingadeildina.

5. bekkur

6. bekkur

7. bekkur

Unglingadeild

Skólabyrjun 2015

Ritað .

Langholtsskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst, nánari tímasetningar koma á heimasíðu skólans þegar nær dregur. Kennsla hefst í 2.-10. bekkjum samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst. Nemendur í 1. bekk verða boðaðir bréflega  í viðtal með foreldrum/forráðamönnum 24. eða 25. ágúst og hefst kennsla í 1. bekk miðvikudaginn 26. ágúst.

Innkaupalistar 5.-10. bekkja verða birtir þriðjudaginn 18. ágúst. Kennarar sjá um ritfangakaup fyrir 1.-4. bekki.