IMG 5752-
IMG 5788-
IMG 5742-
IMG 5738-
Fj  rufer   1. 3.bekkur 0134-

Skólaslitin 2016

Langholtsskóla var slitið í dag við hátíðlega athöfn í sal skólans. Nemendur 10. bekkja voru útskrifaðir í gær og kynntu við það tækifæri vorverkefni sem þeir hafa unnið að síðustu tvær vikur skólagöngunnar. Þessum flottu ungmennum fylgja árnaðaróskir frá skólanum út í sumarið.

DSC 0040 Small Small

Víkingaleikar 2016

Víkingaleikar unglingadeildar voru haldnir í blíðunni á næstsíðasta skóladegi vorsins. 10.ABO hreppti víkingahornið eftirsótta með því að sigra leikana. Víkingaleiknunum lauk með fótboltakeppni milli nemenda 10. bekkja og kennara skólans.

Fjöruferð

Nemendur í 1. - 3. bekk fóru í fjöruferð inn að Laugarnesi í dag. Veðrið lék við þau og ýmislegt var brallað enda fjaran full af lífi eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Vinaliðar fá umbun

Fimmtudaginn 2.júní fóru Vinaliðar í vel heppnaða umbunarferð.
Vinaliðarnir hafa staðið frábærlega í vetur og bæta skólabraginn svo um munar.
Farið var í fimleikasal Ármanns, þar fengu krakkarnir að leika sér frjálst. Síðan var haldið í frjálsíþróttahöllina og prófaðar voru ýmsar greinar í frjálsum. Eftir íþróttirnar var farið í sund til að slaka á og njóta veðurblíðunnar.
Þegar allir voru komnir með rúsínuputta og tær var haldið í Fjölskyldugarðinn og grillað voru hamborgarar.
Til að toppa daginn fengur Vinaliðarnir að skella sér í fallturninn.

Hlökkum til að fá nýja Vinaliða næsta haust.

Fleiri greinar...

postur1-1

Fréttabréf Langholtsskóla